Páskafrí og páskar 2009

Ţađ ţarf áreiđanlega ekki ađ taka ţađ fram ađ viđ fjölskyldan áttum dásamlega notalegt páskafrí saman og einstaklega ánćgjulegan páskadag! Páskarnir eru svo frábćr hátíđ, mikiđ frí, lítiđ stress og vor í lofti! Ég komst ađ ţví mér til mikillar ánćgju ađ ég á páskamyndaalbúm frá hverjum einustu páskum síđan ég byrjađi ađ halda úti ţessari síđu og yfirleitt hafa einmitt ţessi albúm veriđ í miklu uppáhaldi enda tengjast ţau alltaf afslappađri fjölskyldusamveru, vorblómum og miklu súkulađiáti! Áriđ í ár var engin undantekning!

Í dymbilviku

María og Hugi voru í páskafríi vikuna fyrir páska og viđ áttum afskaplega notalega daga saman hér heima á Konsulentvägen. Einar var ţó fjarri góđu gamni til ađ byrja međ enda fyrst í vinnunni og síđar í örheimsókn á Íslandi til ađ vera viđstaddur jarđarför ömmu sinnar. Viđ hin slógum ţó á hvers kyns pabba- og langömmusöknuđ međ öflugri föndurstund viđ eldhúsborđiđ á miđvikudeginum.

         

Verkefni dagsins var ađ mála og útbúa agnarsmáar páskanornir! Ég hef áreiđanlega tjáđ mig um ţađ áđur á ţessum vettvangi en ég hef aldrei alveg náđ ţessum sćnsku páskanornum! Ţjóđtrúin segir sem sagt ađ á skírdegi fljúgi nornirnar á kústunum sínum til Blĺkulla (sem ég held ađ sé fjall en María segir ađ sé eyja) og halda veislu međ djöflinum. Ég er ekki alveg ađ ná tengingunni viđ páskana en hvađ sem öllu líđur eru páskanornirnar afskaplega saklaus fyrirbćri í nútíma Svíţjóđ og helst ađ ţćr verđi á vegi manns sem litlar stelpur međ skuplur ađ sníkja nammi og útdeila páskakortum ... nú eđa sem litlar krúttlegar trékerlingar hér á Konsulentvägen.

Og hér er afraksturinn! Ţetta eru Maríu nornir, sćtar og fínar.

     

Og hér eru Huga verkefni. Hann vildi reyndar ekki gera nema eina páskanorn og tók sjálfstćđa ákvörđun um ađ gera unga og hana úr hinum tréfígúrunum.

Og hér eru mínar ţrjár. Ég var eiginlega stoltust af kústunum, ţađ var allra erfiđast ađ finna út úr ţví hvernig gera ćtti ţá svo vel vćri en međ málađri eldspýtu, snćri og fljótţornandi lími hafđist ţetta!

         

Eftir páskanornirnar var ég kominn í mikinn föndurham og ákvađ ađ reyna ađ útbúa smá blómaskreytingu međ gulum hyacintum sem ég hafđi keypt mér. Stakk ţeim ofan í sćta kaffibolla sem ég átti, klippti nokkrar greinar úr garđinum og vafđi smá hreiđur međ ađstođ blómavírs, stakk nokkrum pílvíđargreinum međ og kórónađi allt međ ţessum dúnmjúku fuglum sem ég fékk fyrir ţarsíđustu páska. Ég var ćgilega stolt af afrakstrinum og hugleiddi um tíma ađ skipta bókmenntafrćđinni út fyrir feril í blómaskreytingum!

Skírdagur

Á skírdegi fór María í hefđbundinn páskanornaleiđangur ásamt nokkrum vinkonum sínum. Hér er hún ađ leggja í hann međ fínu páskakortin í töskunni og svuntuna, skupluna og freknurnar á sínum stađ!

Viđ vorum svo heppin nokkru síđar ađ fá einmitt ţennan páskanornahóp í heimsókn til okkar. Frá vinstri: María, Felicia, litla systir Feliciu, Linnea og litli bróđur Linneu.

Skömmu síđar komu Tuva og Bjarki viđ hjá okkur ásamt vinkonum sínum og drógu Huga međ sér í leiđangur. Hann var reyndar svolítiđ feiminn viđ ađ fara í búninginn en viđ tjáđum honum ađ hann fćri hvergi nema međ hatt, í jakka og međ ámálađ skegg en einhvern veginn ţannig eru flestir strákar klćddir viđ ţetta tilefni. Á endanum lét hann til leiđast og lagđi af stađ međ öll fínu páskakortin sín sem hann var svo stoltur af. Hann vildi hins vegar sem minnst sjást á myndunum sem viđ tókum ţegar ţau voru ađ leggja í hann!

Föstudagurinn langi

     

Ég er ansi hrćdd um ađ viđ höfum ekki tekiđ föstudaginn langa mjög alvarlega ađ ţessu sinni ţví einmitt ţann dag völdum viđ til ţess ađ mála eggin okkar! Viđ höfum raunar ekki blásiđ úr eggjum og málađ frá árinu 2006 svo ţetta var löngu orđiđ tímabćrt. Áriđ 2007 eyddum viđ páskunum í Hollandi og í fyrra notuđumst viđ bara viđ gömlu eggin okkar sem merkilegt nokk tókst ađ flytja óbrotin milli landa! Viđ vorum hins vegar öll farin ađ sakna ţessarar skemmtilegu fjölskylduhefđar og ţví kom ekki annađ til greina en ađ skreyta egg í ár enda tókst mér ađ brjóta allt of mörg af gömlu eggjunum í fyrra ţegar ég tók skrautiđ niđur (alveg merkilegt miđađ viđ ađ ţađ tókst ađ koma ţeim heilum yfir hafiđ!).

Og hér hangir afraksturinn á kirsuberjagreinum!

     

Hugi gerđi ţessi ţrjú ...

     

... Einar gerđi ţessi ...

     

... ţetta eru mín egg ...

     

... og María á heiđurinn ađ ţessum ţremur!

Nokkrir svona krúttlegir ungar fengu svo ađ fylgja međ á kirsuberjagreinunum.

Viđ höfđum svo geymt síđustu tréfígúruna handa Einari sem bjó ţessa fínu páskanorn til á föstudaginn langa.

Laugardagurinn fyrir páska

Daginn fyrir páska var dásamlegt veđur, glampandi sól og 18° hiti. María fór til vinkonu ađ leika en Hugi skemmti sér í garđinum og tréhúsinu. Ţađ er alltaf svolítiđ skrýtiđ ţegar ţessir hlýju dagar koma fyrst á vorin og manni líđur eins og mađur hljóti ađ vera eitthvađ ruglađur ađ vera á stuttermabol og berfćttur ţegar grasiđ er enn sinugult og ekki grćnt lauf ađ sjá!

Viđ drógum fram hjólin og rifjuđum upp gamla takta. Komumst líka ađ ţví ađ Hugi ţarf nauđsynlega ađ eignast stćrra hjól sem allra fyrst!

Páskadagur

Ég held ég hafi sagt frá ţví áđur ađ eftir öll mín ár í Mótettukórnum ţar sem vakna ţarf eldsnemma á páskadagsmorgni til ađ syngja tvćr messur og borđa svo himneskan páskamorgunmat saman ţess á milli ţá ţykir mér eiginlega hin raunverulega hátíđ vera um morguninn og legg mest upp úr góđum morgunverđi á páskunum! Hér eru systkinin vöknuđ og bíđa spennt eftir veitingunum.

Og ég verđ ađ segja ađ í ár vorum viđ međ besta morgunmat sem hćgt er ađ hugsa sér, heimabökuđ pain au chocolate međ súkkulađi, appelsínu og möndlumassa! Ég held mögulega ađ ég hafi aldrei smakkađ neitt jafn gott! Ég borđađi a.m.k. svo mikiđ ađ ég fékk sykursjokk á eftir og var međ hjartslátt í nokkra klukkutíma!

Hugi útdeildi páskakortum sem hann var búinn ađ föndra sjálfur međ mikilli leynd!

     

Ţrenns konar áletranir voru í bođi, hver annarri yndislegri! Inni í kortunum voru svo ýmsar myndir af ungum, páskanornum og hérum.

Sćta páskastelpan sem fćddist á páskadegi fyrir rétt tćpum níu árum síđan.

Páskastrákur međ kakóskegg.

         

Ég má svo til međ ađ birta hér myndir af páskaskreytingunum í blóma. Ég hef aldrei áđur séđ gular hyacintur en mun hafa augun opin eftir ţeim fyrir alla framtíđarpáska.

Svo var ţađ páskaeggjaleitin! Páskahérinn hafđi nefnilega komiđ í heimsókn til okkar um nóttina og dundađ sér viđ eitt og annađ međan viđ vorum sofandi, međal annars hafđi hann faliđ egg barnanna og skiliđ eftir vísbendingar. María og Hugi voru alveg til í ađ kaupa söguna um páskahérann og hófust glöđ handa viđ eggjaleit.

Leikurinn barst um víđan völl, međal annars inn í ísskáp ...

... inn í sjónvarpsherbergi ...

... undir sófa ...

... og lauk svo ađ endingu í ţvottahúsinu ţar sem eggin fundust inni í ţurrkskáp (í Svíţjóđ eiga allir húseigendur eigin ţurrkskáp, svona eins og er bara til á leikskólum á Íslandi).

Eggin fundin og síđasta kveđjan frá páskahéranum lesin.

Stóra stundin runnin upp og allir mjöööög glađir!

Hugi óskađi sérstaklega eftir ađ ég tćki mynd af hananum ađ borđa konfektmola.

Veđurblíđan hélt áfram á páskadag og Einar skrapp á náttsloppnum út á pall í morgunsáriđ. Slíkt hefđi veriđ óhugsandi fyrir bara nokkrum dögum síđan ţegar enn var snjór og frost.

Ég komst ađ ţví ţegar ég opnađi páskakassann minn ađ ég hafđi brotiđ mun fćrri egg en mig minnti ţarna í fyrra. Ég bađ Einar ţví ađ klippa eina grein af plómutrénu og hengdi gömlu eggin á hana og stillti upp í eldhúsinu.

Eftir morgunverđinn lögđum viđ Einar okkur ađeins aftur enda höfđum viđ vakađ allt of lengi frameftir viđ súkkulađibrauđagerđ og páskahéraskriftir. Um ađ gera ađ nota síđustu vikurnar sem mađur getur enn leyft sér ţann munađ ađ leggja sig ţótt börnin séu í fullu fjöri! Í hádegisverđ bauđ Einar svo upp á nýbakađar bollur.

Síđdeginu eyddum viđ úti í sólinni og Hugi lék sér međ bíl á pallinum ...

... eđa sparkađi fótbolta fyrir framan hús. María vildi heldur sitja uppi í tréhúsi og lesa Syrpu.

Ţessa krókusa settum viđ niđur síđasta haust og njótum afraksturins nú.

Á páskadegi var ég komin akkúrat 31 viku og tími fyrir nćstu kúlumynd. Ég er alveg međvituđ um ađ ţessi stórmynstrađi kjóll er ekki alveg ađ gera sig en nennti ómögulega ađ skipta bara fyrir myndatökuna. Og trúiđ mér, hin hliđin var mun verri!

Viđ höfđum sömu páskasteik og í fyrra, innbakađ hreindýrafillet međ villisveppum. Kannski meiri haustblćr yfir ţví en vor en ţetta er bara svoooo gott! Einar sá um smjördeigsskreytingarnar í ár og valdi póstmódernískan stíl! Er ţetta rusl ... er ţetta skraut?! Enginn veit!

Steikin skorin!

Eftir kvöldverđinn horfđum viđ á síđasta ţáttinn í syrpunni um Merlin sem var ađ vonum ćsispennandi! Ég veit ekki hvort ţessir ţćttir hafa veriđ sýndir á Íslandi en ef ađ ţví skyldi koma ţá mćlum viđ fjölskyldan heilshugar međ ţeim, hér hefur ekki mátt missa af einum einasta ţćtti! Eftir Merlin var svo súkkulađikaka og kaffi í eftirrétt, A Little Trip to Heaven svíkur aldrei! Ţađ var ţví södd og sćl fjölskylda sem lagđist til svefns á páskadag ... og glöđ ađ eiga einn frídag inni í viđbót! Á annan í páskum vorum viđ hins vegar vođa mikil retro-fjölskylda, Einar smíđađi allan daginn og ég sat viđ saumavélina og fjöldaframleiddi sćngurgjafir svo ţví miđur eigum viđ engar myndir frá ţeim annars ágćta degi!

Eins og ég sagđi í upphafi komst ég ađ ţví ađ á ţessari síđu má finna páskaalbúm fjölskyldunnar allt frá árinu 2003, hvert öđru kćrara. Hér eru ţau:

Páskar 2008

Páskar í Hollandi 2007

Páskar 2006

Páskar 2005

Páskafrí 2004

Páskar 2003