Páskar 2005

Viđ á Bárugötunni erum búin ađ eiga frábćra páska! Viđ tókum „einungis“ 200 myndir í páskafríinu, hér er ţví ađeins lítiđ brot af ţeim til ađ sýna ykkur hinum hvađ á daga okkar hefur drifiđ!

Dymbilvikan

Viđ skreyttum sérstaklega mikiđ fyrir páskana ţetta áriđ. Afskorin blóm og smáfuglar voru í ađalhlutverki ... hér er einn sćtur sem situr á túlípanavendi!

Ţessi situr á kínagullsgrein og er líka sćtur ...

... en ţessi er náttúrulega bara sćtastur!!! María kom heim međ hann af leikskólanum og ţykir okkur í fjölskyldunni hann óumrćđilegt krútt. Hann er úr ţćfđri ull og lítur dálítiđ rytjulega út, goggurinn er nokkrum númerum of stór og fćturnir líka. Allt ţetta gerir hann algjörlega ómótstćđilegan!!!

 

Skírdagur

María og Hugi nývöknuđ á skírdagsmorgni! Hugi međ dúkkusnuđ og stóra systir hans horfir á í forundran! Hann er sko löngu hćttur ađ nota svona smábarnadót en fannst greinilega eitthvađ freistandi ađ rifja upp gamla takta!!!

Kominn í náttkjólinn hennar Maríu og međ kórónuna hennar á kollinum ... og finnst hann flottur!!!

Ţrjár stórar og fallegar bóndarósir voru líka hluti af páskaskrautinu okkar ţó túlípanar, páskaliljur og kínagull hafi einnig veriđ áberandi í ár!

Páskadagsmorgunn í kirkjunni

Á páskadegi syngur Mótettukórinn tvćr messur, klukkan 8 og klukkan 11. Milli ţeirra er dásamleg páskaveisla ţar sem borđin svigna undan krćsingum, súkkulađi ŕ la Erla Elín er ţambađ í lítra vís, leitađ er ađ páskaeggjum og málshćttir eru á hvers manns vörum. Hér er fyrri messan búin og nokkrar vaskar kórstúlkur sjást koma girnilegu brauđi og kökum fyrir á hlađborđinu.

Halldís og borđiđ. Mikiđ var af heimalöguđum veitingum en marhnútasalat Bjargar vakti verđskuldađa eftirtekt!

Í ţetta indćla litla páskabođ bjóđum viđ kórmeđlimir svo fjölskyldum okkar. Amma Imba, Einar, María og Hugi létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár. Fyrsta áriđ mitt í kórnum vorum viđ reyndar fjarverandi enda fćddist María um svipađ leyti og klukkurnar hringdu út síđari messuna. Páskadagur er ţví svona „aukaafmćlisdagur“ hjá henni!!!

Hugi fékk sér heitt súkkulađi (ath. ţetta er EKKI kakó!!!).

Ţegar flestir eru orđnir mettir er fariđ í málsháttaleik. Hver skrifar einn málshátt niđur á blađ og stingur í stóra körfu. Einstaklega vinsćlt er ađ semja persónulegar útgáfur af ţessum gömlu góđu og jafnvel snúa upp á kórinn eđa kórstjórann! Ţegar allir hafa skilađ af sér málshćtti gengur karfan á ný og hver og einn dregur sér málshátt og les svo upphátt fyrir hina. Una og Ţröstur áttu óvćntasta, yndislegasta og sćtasta smell ársins ... og sýndu hvers kórinn er megnugur ţegar hann lćtur til sín taka!!!

Tvö međ 5. des. syndrómiđ!!! Syndrómiđ vill lođa viđ fólk sem fćtt er ţann annars ágćta dag, 5. desember og lýsir sér međal annars í ţví ađ ţeir sem af ţví ţjást myndu sennilega gleyma hausnum á sér einhvers stađar ef hann vćri ekki skrúfađur fastur á ţau!

Eva, Halldís og Arngerđur gerđu súkkulađi, bollum og kökum góđ skil. Eva og Arngerđur voru báđar nýkomnar frá London ţar sem ţćr héldu uppi stuđinu á Stuđmannatónleikum og hafa vćntanlega báđar sungiđ fagurlega međ.

Ađ loknum málsverđi er páskaeggjaleit fyrir börnin inni í kirkjunni sjálfri. Sverrir formađur útskýrir leikreglur og mundar körfurnar međan ţátttakendur setja sig í viđbragđsstöđu! Einn, tveir og ţrír!!!

María gefur sér smá tíma til ađ sitja fyrir áđur en haldiđ er af stađ í páskaeggjaleitina.

Leita, leita, leita ....

... Hugi er búinn ađ finna eitt egg ...

... og ţá ţarf ađ hlaupa međ ţađ í körfuna!!!

  

Páskadrengur og páskastúlka!

Hugi týndist ađ lokinni páskaeggjaleit og eftir örvćntingarfull hlaup um kirkjuna fannst hann loks á ţessum stađ! Ţetta er ćvintýramađur mikill eins og Leifur heppni!!!

Stóra systir kemur til bjargar!

Svo mátti loksins borđa páskaeggin sem fundust inni í kirkjunni. María stóđ sig vel í ţessu öllu saman las hátt og snjallt upp ţann málshátt sem hún dró úr körfunni (Asninn ţekkist á eyrunum) en áđur hafđi hún samiđ sinn eigin málshátt sem svo skemmtilega vildi til ađ Imba amma dró. Hann hljóđađi svona: Bursta tennur á hverjum degi!!! Ekki veitir af á ţessum síđustu og verstu tímum óteljandi páskaeggja, brjóstsykra og karamella!!!

Hugi og mamma skođa páskaeggiđ.

Freyja kom auđvitađ líka í páskabođiđ og var sćtust ... en viđ á Bárugötunni vitum auđvitađ allt um ţađ! Ţađ glittir líka í Gunna á myndinni en ef ţiđ sjáiđ hann ekki nógu vel ţurfiđ ţiđ bara ađ ímynda ykkur Freyju međ skegg og gleraugu og ţá vitiđ ţiđ hvernig hann lítur út!!!

Eftir frábćran morgunverđ í kirkjunni ţurfti ađ ćfa lítillega fyrir seinni messuna. Hugi fylgist međ kórnum af áhuga.

 

Páskadagur á Bakkastöđum

Í eftirmiđdaginn kom fjölskyldan saman hjá Imbu ömmu á Bakkastöđum. Yngstu fjölskyldumeđlimirnir nutu góđa veđursins úti í móa. Hrappur frćndi situr, Emil, Hugi og María standa fyrir framan Gunndísi stóru frćnku.

María međ kúnstir úti í móa.

Hugi á hlaupum.

Pála er, enn sem komiđ er, ynsti fjölskyldumeđlimurinn. Hún er bara sex mánađa en er samt farin ađ skríđa og standa upp ... eins og myndin ber međ sér!

Sigrún og Bjartur! Hafi Una og Ţröstur átt smellinn í páskabođinu um morguninn voru ţađ Guđmundur og Sigrún sem áttu skemmtilegasta útspiliđ í ţessari veislu!!!

Hrappur bíđur spenntur eftir páskalambinu.

Nýir skór!!! Mig vantađi ţá víst!!!

Hugi borđar meira páskaegg, Hrappur í baksýn!

Bjartur var mesta krúttiđ og lék viđ hvern sinn fingur ţegar hann var ađeins búinn ađ ná áttum á nýjum stađ innan um nýtt fólk!

 

Annar í páskum

María og Hugi byrjuđu daginn á páskeggja- og sćlgćtisáti. Hugi var kominn í mikinn ham stuttu seinna!!! Ţarna er hann á leiđinni í bćinn ađ eigin sögn en heldur er hann undarlega klćddur til slíkra ferđa?!!

Ekkert varđ úr bćjarferđ en viđ skelltum okkur ţó út ađ hjóla. Ţađ kostađi ţraut og pínu ađ fá Huga til ađ vera međ hjálminn en hann samţykkti ađ lokum eftir stífar samningaviđrćđur!

   

Hugi á fleygiferđ ...

   

... María á fleygiferđ!

Mćđgur í páskaskapi.

Krúttlegasti baksvipur í heimi!!!

María fékk ađ fara í heimsókn til skólasystur af Drafnarborg en feđgarnir nýttu tímann til vorverka í garđinum, klipptu runna og hreinsuđu beđ.

Grćnt hús, grćnn jakki, annar grćnn jakki, grćnir vettlingar, grćnkandi gras og sćtir feđgar í „grćnu“ skapi.

Kátur og knúsađur!

Inni fengum viđ okkur huggulegan hádegisverđ, nýbakađar bollur, illa lyktandi osta og ískaldan skyrdrykk. Ţađ gerist ekki mikiđ betra!

Viđ Einar sökktum okkur ofan í sćnskar glćpasögur í páskafríinu. Einar las Ett fruset liv eftir sćnska lćkninn Karin Wahlberg sem hélt fyrirlestur um bókina á ráđstefnunni sem viđ sóttum í Gautaborg síđastliđinn nóvember. Hann er farinn ađ huga ađ vćntanlegum Svíţjóđarflutningum fjölskyldunnar og ćfir sćnskuna međ bóklestri en ég lćt mér nćgja ađ lesa enskar ţýđingar. Enn held ég tryggđ viđ Henning Mankell sem skrifar um spćjarann Kurt Wallander. Ég held bara ađ ég sé skotin í Wallander sem ţó er fimmtugur, ţunglyndur og međ sykursýki!!!

Er samt alltaf skotnust í Einari!!!

Viđ vonum ađ ţiđ hafiđ öll átt eins ánćgjulega og notalega páska og viđ á Bárugötunni!

 

Gleđilega páska!