Maídagbók 2008 

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

31. maí 2008

Hér ..

hefur hitinn verið rétt undir 30° undanfarna daga, sólin skín, sírenurnar blómstra og fuglarnir syngja svo undirtekur í skóginum í kring. Hér eru allir berfættir í stuttermabolum eða sumarpilsum og allir dálítið sólbrenndir á nefinu. Hér ræður hamingjan ríkjum enda ekki annað hægt en að hrífast með þegar manni líður dálítið eins og maður hafi vaknað upp sem persóna í bók eftir Astrid Lindgren. Hér eru allir með hugann við gróðursetningar, stéttlagningu og komandi sumarfrí. Hér nennir enginn að hanga inni í tölvunni. Hér eru þó nokkrar myndir frá undanförnum dögum:

Maísól

 

23. maí 2008

Afsakið hlé!

Fyrst var ég upptekin við að sitja í sólinni, svo var ég upptekin við að pakka í töskur, svo var ég upptekin við að hitta vini og fjölskyldu á Íslandi og svo var ég upptekin við að pakka upp úr töskum. En nú er ég hér .. og meira að segja með myndir:

Vor í Vänge

Vorferð til Íslands

Mér finnst annars að þið ættuð að setja mér gott fordæmi og vera dugleg að skrifa - í kommentakerfið!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar