Sveitaferð 2005

Ég hljóp víst aðeins á mig þegar ég lofaði síðustu maímyndunum inn á síðuna enda var ég búin að steingleyma því að síðasta dag maímánaðar var árviss sveitaferð Drafnarbrogar. Hér koma því langsíðustu maímyndirnar!

 

Systkinin í rútunni á leiðinni í sveitina, spennt að fara að kíkja á dýrin. Huga finnast svona „strætóferðir“ ekki síður hluti af þess konar ævintýraferðum!

Enn og aftur var farið að Grjóteyri í Kjós og í þetta sinn voru börnin aðeins í fylgd pabba síns þar sem mamman sat heima og skrifaði ritgerð eins og óð væri! Hún missti því alveg af þessum sæta hrússa! Er þetta ekki annars kind?!

María var alveg óhrædd innan um dýrin og fannst mikið sport að hlaupa þarna um ásamt vinkonum sínum. Við mæðgurnar deildum töluvert um hentugan klæðnað fyrir sveitina þennan morgun. María virtist ekki á sama máli og móðir hennar um að glimmerpils væri einstaklega óhentugur klæðnaður í útihúsunum ... allt fór þó vel að lokum, eins og sjá má!

Huga fannst allra skemmtilegast að fá að hlaupa úti og leika sér.

Hann fékkst meira að segja til að hlaupa um með þessum litlu hvolpum! Eftir að hafa orðið fyrir hundsbiti fyrr í vor hefur hann verið óstjórnlega hræddur við hunda og þegar hann sá þá í sveitinni vældi hann í pabba sínum: „Ég vil ekki hafa hunda í dýragarðinum ... ég vil ekki hafa hunda í dýragarðinum ...!“ Hann þoldi þó við í kringum hvolpana litlu og sætu ... svona í hæfilegri fjarlægð!

María að príla! Sem betur fer var veðrið með besta móti og því hægt að eiga notalegan dag í sveitinni. Á síðasta ári var nefninlega grenjandi rigning og þá var lítið annað í boði en að hírast inni í skúr!

Hugi kominn hátt upp líka!

Hugi að vega salt með vinkonu sinni af leikskólanum ... það eru miklir kærleikar milli þessara tveggja!

Sætur að vega salt!

Eftir að allir voru búnir að skoða dýrin og leika sér úti var boðið upp á súkkulaðikex og ekta kusumjólk!

Og þar stóðu börnin fyrir skemmtiatriðum! María syngur með af hjartans lyst, önnur frá vinstri.

Mér finnst alveg ótrúlegt til þess að hugsa að ég sé búin að vera með þessa síðu nógu lengi til að hafa þrisvar sinnum sett inn myndir úr sveitaferðum Drafnarborgar. Ef einhver hefur áhuga á að rifja þær fyrri upp má smella á myndirnar hér fyrir neðan!

Sveitaferð 2003

Sveitaferð 2004