Sveitaferð 2004

 

Þann 1. júní 2004 var farið í sveitaferð með leikskólanum Drafnarborg. Eins og í fyrra var farið með rútum að Grjóteyri í Kjós, dýrin skoðuð dágóða stund, leikið úti og samlokur snæddar ásamt ískaldri „kusumjólk“ af staðnum!

María skoðar kálfana tvo. Það voru reyndar fleiri kálfar á staðnum og Hugi var sannfærður um að þeir hétu allir María og Hugi!

María fékk að halda á litlum unga og strjúka honum í smá stund.

Þessi var bara góð á'ðí!!!

María fékk að klappa litlu lambi. Hún var mjög dugleg að klappa dýrunum og vildi ólm fá að halda á sem flestum. Hugi var aftur á móti meira í að hlaupa á milli og benda!

Þar sem það var hellirigning úti fengum við að borða nestið innandyra í þetta sinn.

Systkinin voru afskaplega ánægð með þennan kaffitíma enda vita allir að maturinn bragðast best í sveitinni eftir góða útiveru!!!