Sólskinsdagar

Góða veðrið kom loks í maí og við nutum þess til hins ítrasta!

María býður gestum og gangandi upp á jarðaber!

Fyrsti virkilega heiti dagur sumarsins og Baldur Tumi situr léttklæddur í kerrunni úti á palli og fær sér svaladrykk.

Það er alltaf gaman að vera til á sólskinsdögum!

María kældi sig niður með súkkulaðiís en Hugi hélt til í skugganum í tréhúsinu. Hann getur hangaði þar endalaust, sérstaklega eftir að gamla aparólan var sett upp þar.

Og Einar fékk sér svalandi perufrostpinna sem ég bjó til úr perusaftinni sem ég bjó til í vor og Baldur Tumi fúlsaði við.

Siesta í sólinni.

María vildi endilega skella sér í bikiní þótt það væri enn allt of kalt til að baða.

Og Hugi fékkst loks út úr tréhúsinu eitt augnablik.

Kvöldverður á pallinum og kóngurinn situr við borðsendann eins og vera ber. María sá um borðskreytingarnar að þessu sinni og setti lítil blóm á diskana hjá öllum.

Með þessari fínu mynd af hamborgaramáltíð á pallinum fyglja smá skilaboð til Laulauar: Við erum viss um að þú sæir ekkert á eftir rauðu sessunum ef þú hefðir séð þær í eigin persónu. Lykilorðin hér eru fuglaskítur, kóngulóavefir og mygla! Svo voru þær úr einhverju ógeðslegu nælonefni sem var mjög sveitt að sitja á. Við vonum að þú takir hörlituðu sessurnar í sátt fljótlega og fullvissum þig um að þær eru hreinar, mjúkar og notalegar að sitja á. Komdu bara og prófaðu!

María stóð svo fyrir kvöldvöku með litla bróður með alls kyns skemmtiatriðum.

Gitta amma kom í sína árlegu heimsókn 16. maí eftir ballettkeppnina í Dölunum. Það voru fastir liðir eins og venjulega og litað í litabækur við eldhúsborðið.

Um kvöldið grilluðum við góðan mat og nutum þess að eiga stund með Gittu sem var á leiðinni heim strax daginn eftir.

Daginn eftir var hins vegar öskuský milli Svíþjóðar og Íslands og Gitta komst hvergi. Við græddum því aukadag með henni, buðum henni í bæjarferð og sólbað á pallinum. Baldri Tuma fannst þetta frábært!

Flugferð.

Stóra systir að knúsa minnsta manninn.

Baldur Tumi eiturhress með sólgleraugu og Gitta amma naglalakkar sig fyrir aftan.

Ætli ég geti ekki líka spilað á harmonikku eins og pabbi?

Maður ýtir bara á þessa takka hérna og þá á að heyrast hljóð.

Baldri Tuma finnst fátt skemmtilegra en að vera úti og rannsaka lífið í garðinum.

Þessi fífill hérna er til dæmis mjög merkilegur eins og þið sjáið.

Það er best ég rétti pabba þetta blóm.

Og núna vil ég fá það til baka, takk!

Mamma er alltaf með eitthvað sniðugt svart dót fyrir augunum sem mig langar að skoða svolítið líka.

Hér varð óvart mini-fjölskyldumynd. Ég hélt ég væri að taka mynd af Baldri Tuma en við lentum óvart öll inn á og svona líka kát og glöð!

Bleiku túlípanarnir sem við settum niður í hitteðfyrra blómstruðu alveg brjálað í vor. Margir laukanna voru búnir að fimmfalda sig!

Feðgarnir kanna stöðuna á ýmsum runnum og trjám en því miður hefur ekki allt lifað ógnarfrostið í vetur af.

Kátir voru karlar á Konsulentvägen!

Hér er Baldur Tumi við eftirlætisiðju sína í garðinum, að róta í mölinni og tína steina.

Tveir eins!!!

Baldur Tumi komst í skítug stígvél úti á palli! Sjáið þið hvað hann er ótrúlega ánægður með sig?!

Nú þarf ég bara að komast upp þessar tröppur og þá get ég farið inn að leika mér með eitthvað hættulegt meðan mamma og pabbi eru enn úti í garði og sjá ekki til.

Ekkert mál fyrir Jón Pál!

Blóm á plómutré.

Og blómstrandi eplatré.

Meira eplatré.

Og enn fleiri verðandi epli.

Hér eru túlípanarnir undir gamla og veika eplatrénu. Fimmfaldir, ljósbleikir angelique túlípanar og hávaxnir og myndarlegir black hero.

Gamla og veika eplatréð blómstrar þrátt fyrir allt alveg jafnmikið og hin. Ótrúleg fegurð!

Svarta hetjan ...

... og engillinn. Nokkrar myndir frá því við settum þessa túlípana niður má finna hér. Mikið er ég glöð að afraksturinn hafi orðið svona góður þar sem ég var hóflega bjartsýn þarna haustið 2008.

Túlípanarnir undir stóra eplatrénu eru ekki alveg jafn vel heppnaðir en dafna þó ágætlega.

Þessir hvítu og rauðu heita Marilyn en áttu að vísu að vera svona brjóstsykursröndóttir og ég keypti þá aðallega út af því. Og þessir ljósgulu áttu að vera hvítir svo ég er frekar fúl út í þá!

Í lok maí komu Brynhildur og David í heimsókn til okkar og gistu eina nótt. Því miður hellirigndi þegar þau komu svo grillveislan sem ég var búin að lofa varð ekki alveg jafnkósí og ég hafði séð fyrir mér! En þau fengu sól og blíðu dagana sem þau dvöldu í Stokkhólmi á undan svo þau hafa sjálfsagt ekki farið heim heitandi því að stíga aldrei aftur fæti á sænska grund! Og morguninn áður en ég keyrði þau út á völl gátum við borðað morgunverð úti á stétt svo við fengum smá uppbót. Takk fyrir komuna elsku vinir!