Mín ljóta og leiðinlega síða 

Til baka á mína síðu

 

8. febrúar 2006

Kæra dagbók.

Ég vaknaði snemma í morgun og fékk mér kaffi og AB-mjólk með banana. Svo fór ég með krakkana á leikskólann. Svo fór ég út í Reykjavíkur Akademíu. Ég var nú reyndar ekkert rosalega dugleg á skrifstofunni. Var voða mikið að hanga á netinu og lagði mig í hægindastólnum í hádeginu. Eftir að ég var vöknuð aftur keypti ég mér mat í Nóatúni. Hann var ekkert rosalega góður og þetta var allt of stór skammtur ... þannig að í rauninni var þetta rosalega dýrt fyrir mig. Ógeðslega fúlt! Í kvöld ætla ég að horfa á sjónvarpið ... bæði á Extras (rosalega fyndnir þættir) og svo á Law and Order SVU á eftir. Ætli ég reyni ekki líka að prjóna eitthvað á meðan ég glápi. Annars er ég rosalega glöð að Desperate Housewifes skuli vera byrjað aftur. Ég var ekkert smá hissa í lokin á síðustu seríu þegar ég fattaði að Mike væri í raun og veru pabbi Zach!!! Ég vorkenni líka Bree rosalega að Rex sé dáinn. Hún lítur kannski út eins og henni sé alveg sama en hún er í rauninni bara að reyna að halda andlitinu út á við því hún er rosalega sorgmædd ... eða það held ég alla vega. En á morgun á ég afmæli Vííííííí, gaman! Ókei, sjáumst!

 

Enn 7. febrúar 2006

Var ég búin að segja ykkur að gyðjan Scarlette Johansson á alveg eins brjóstahaldara og ég? Þetta er alveg satt!!!

Annars datt mér í hug að smella hérna inn tveimur ótrúlega flottum myndum sem ég fann á netinu:

Þessi er rosalega falleg!

Og þetta er næstum alveg eins og augað mitt!

 

7. febrúar 2006

Ég bara nennti ekki að skrifa meira í gær ... ekki frekar en ég nennti að skrifa grein, skipuleggja afmælisveisluna mína eða senda nauðsynlega tölvupósta. Í dag er svipað ástand. Ég nenni ekki eftirfarandi: Að ganga frá kubbunum sem Hugi var að leika sér með í morgun, að fara í sturtu, að setja í uppþvottavélina, að laga mér annan kaffibolla (mín eina von um að ég muni kannski nenna einhverju yfir höfuð í dag) og fara í fötin. Nennuleysi gærdagsins hefur auk þess verið tekið til sýninga aftur: Ég nenni ekki að skrifa grein, nenni ekki að skipuleggja afmælið, ekki að senda tölvupósta ... já og ekki að skrifa inn á þessa síðu!

 

6. febrúar 2006

Ný vika farin á flug og við byrjum hana á nokkrum fallegum blómamyndum:

Skrifa meira á eftir!