Ýmsar janúarmyndir

Það hefur eitthvað setið á hakanum að undanförnu að koma nýjum myndum inn á síðuna. Hér eru því uppsafnaðar myndir síðustu vikna!

Þann 12. janúar var okkur, ásamt Svanhildi og Ástþóri Erni, boðið í heimsókn til Sirrýar og Haraldar Daða. Það hefur verið á stefnuskránni ansi hreint legni að hitta þau og loks tóku Grafarholtsbúarnir af skarið og buðu okkur í heimsókn í nýju, fínu íbúðina! Krakkarnir fengu ís og undu sátt við sitt á meðan mömmurnar drukku kaffi og nörtuðu í súkkulaðköku (stelpur, við vorum bara að narta ... er það ekki?)!

Það var ansi hreint kært milli Haraldar Daða og Maríu. Þeim stutta fannst augljóslega mikið til stóru stúlkunnar koma og alveg spurning um að við lánum hana af og til í Holtið í „stóru systur-leik“!

Fram undir miðjan janúar var móðirin upptekin við að skrifa ritgerð. Börnin þurftu því að finna sér eitthvað til dundurs á meðan ... Huga fann til dæmis upp á því að troða sér ofan í bréfakörfuna!

Á Bárugötunni er yfirleitt mikið stuð í kringum háttatíma! Af einhverjum ástæðum finnst systkinunum það einkar heppileg stund til að hlaupa, ærslast og tuskast til. Þessi er tekin við slíkt tækifæri um miðjan mánuðinn.

Eftir að ritgerðin var komin á sinn stað var loksins kominn tími á þrif á heimilinu enda hafði slíkt setiða á hakanum um hríð vegna lærdóms. Fjölskyldan sameinaðist í þessari skemmtun og hér sést Hugi munda tuskuna faglega!

        

María var upptekin við afþurrkun þar sem ég kom að henni inni í stofu ... hún var hins vegar snögg að bregða sér í fyrirsætustellingarnar þegar hún sá myndavélina!!! Takið eftir krosslögðum fótleggjum á síðari myndinni ... hún kann þetta stúlkan!

Í lok janúar komu Eva, Gunni og Freyja í kaffi til okkar, oftar sem áður. Maríu fannst gaman að fá að leika við Freyju sem skemmti sér konunglega yfir þessari athygli ...

... eins og sjá má! Freyja var reyndar svo fjörug að hún tók meira að segja upp á því að velta sér í fyrsta sinn og fékk lófatak frá nærstöddum að launum!

Freyja er mikið fyrir að bragða á höndum, sínum eigin sem og annarra ... en hvernig er að troða höndinni upp í munninn á öðru fólki? Hmmmm ... athyglisvert!

Sposkar vinkonur!

Sætustu stelpurnar í Vesturbænum! María hefur margsinnis óskað eftir lítilli systur. Það er ekki annað að sjá en henni myndi farast stóru systur hlutverkið vel úr hendi þótt hún verði að láta sér nægja að leika við nágrannakonu sína í bili!

Hugi var ekki jafnákafur í barnapössuninni en hafði hins vegar náð því langþráða markmiði að troða sér í þetta fjólubláa dúkkuvesti. Ekki er annað að sjá en að Freyju finnist hann fínn!