Vortónleikar Mótettukórsins 2005

Vortónleikar Mótettukórsins voru að venju haldnir annan dag Hvítasunnu sem að þessu sinni bar upp á 16. maí. Á dagskránni var vel valin tónlist úr ýmsum áttum og frá öllum tímum ... m.a. fagrar mótettur eftir Schütz og Stanford, verk eftir Tavener og Harris og stutt messa eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir gengu vonum framar og að þessu sinni á ég nokkrar myndir af þeim þar sem Einari var fyrirskipað að smella af utan úr sal.

Altinn og tenórinn (örfáir bassar og sópranar slæðast með) í Erikson-uppstillingu ... hver er þessi Erikson? Á ég að kunna eitthvað eftir hann?!!

Ljóma þú sól, þér heilsar Hvítasunna ... það er alltaf jafnfallegt þegar sólin skín inn um glugga kirkjunnar og baðar kórinn á tónleikum ... en alltaf jafnskelfilega óþægilegt að syngja blindaður af sól!

Tökum við okkur ekki vel út?

Eftir tónleika tókum við svo nokkrar myndir af uppstilltum kórnum í búningum. Reglulega þarf að birta myndir af kórnum á hinum ýmsu stöðum og það er dálítið súrt að nota alltaf nokkurra ára gamlar myndir þar sem nýjustu kórfélagarnir eru ekki með en nokkrir eldgamlir og löngu hættir meðlimir standa kannski fremstir í flokki! Hver veit nema þessi mynd endi á næsta geisladisk kórsins sem kemur út fyrir næstu jól?

Eftir tónleikana var haldinn vorfagnaður á heimili heiðurshjónanna og kórfélaganna Helgu og Ingibjarts. Að vanda hélt Hörður ræðu!

Og allir hlustuðu af einbeitingu.

Líka Stefán ...

... og Judith ...

... og Tobbi ... og allir hinir!

Hrefna og Sverrir færðu Helgu og Ingibjarti þennan ótrúlega hressa garðálf sem þakklætisvott fyrir veisluna. Var honum strax stillt upp fyrir framan sólpallinn og mun kórinn fylgjast grannt með því hvort hjónin reyni nokkuð að lauma honum inn í bílskúr á næstu vikum!

Langþráður draumur rættist þegar ég fékk miðasöluverðlaunin!!! Ég varð rosalega hissa eins og glöggt má sá á myndinni. Fyrir miðana níu fékk ég þennan fína Ástareld í sumarlegum potti!

Egill og Helle gæða sér á girnilegum grillmat, salötum og sósum, skúffuköku og rjóma!

Erla Elín og Sverrir á góðri stundu ... þessi mynd er bara æði!

Síðar um kvöldið settist Hörður svo við píanóið og spilaði en Judith söng með fullum hálsi, umkringd karlpeningi veislunnar!!!

Una, Atlas Bambi Þrastarson og baksvipurinn á Ingibjörgu Öldu!

Enn síðar um kvöldið vék Hörður fyrir Tobba sem spilaði hvern slagarann á fætur öðrum og eftirlegukindurnar sungu hástöfum með! Hér er það hin sívinsæla Nína sem kórinn kyrjar af fullri raust! Júróvisjónlögin voru skiljanlega nokkuð vinsæl til söngs þetta kvöld og tókum við þau fjölmörg, bæði íslensk og erlend! Ef ykkur sýnist Tobbi eitthvað hnípinn á þessari mynd þá er það vegna þess að hann er enn að jafna sig á því áfalli að Stebbi og Eyvi skyldu ekki vinna þarna um árið!

Við sungum og sungum og sungum ... hér eru Una, Björg og Halldís að taka Stuðmanna syrpuna sem fylgdi í kjölfar Júróvisjónsyrpunnar ...

... og hér eru Zophonías, Elmar og Sæberg að „reyna að öðlast frægð“!

Judith og Hreiðar í brjáluðu stuði ... þarna vorum við annað hvort komin yfir í Total Eclipse of the Heart eða hreinlega Greaselögin sem fylgdu í kjölfarið!!!

Tobbi getur spilað allt ... bara allt!!! Hér hefur honum borist liðsstyrkur frá Ingibjarti sem lék með á gítarinn af hjartans lyst!

Þarna vorum við alveg ábyggilega komin á Queen tímabil kvöldsins ... mamma mia!!!

Sleikjur eru til margs nýtilegar og þegar sungið er í marga klukkutíma samfleytt geta þær auðveldlega gegnt hlutverki míkrófóns!

Halldís og Björg sætar og rámar af mikilli sönggleði!

Kvöldið flaug allt of fljótt og fyrir utan gluggann var kominn nótt, kertin höfðu brunnið upp og glösin orðin miklu meira en tóm þegar við síðustu gestirnir höfðu sig loksins á brott í sæluvímu eftir stórkostlegan vorfagnað!!! Takk fyrir okkur!