Vetrarsnjór í nóvember

Eins og allir muna kyngdi snjónum niður þann 16. nóvember. Fögnuður yngri kynslóðar Bárugötubúa var gífurlegur og ekki laust við að hinir eldri nytu þessa fallega vetrarríkis líka!

María og Hugi komu alsæl heim af leikskólanum og vildu alls ekki koma inn úr snjókomunni ...

... enda einstaklega spennandi og skemmtilegt að upplifa snjóinn á ný eftir langt hlé. Ótrúlegt að hugsa til þess að aðeins séu þrír mánuðir síðan þessi sömu börn voru send á leikskólann í sandölum og stuttermabolum!!!

María úti í hríðinni! Dálítið eins og álfur út úr hól!

Einar gekk í barndóm og fannst alveg frábært að kenna krökkunum að gera snjókalla!

Huga fannst hins vegar allra skemmtilegast að bragða á snjónum!

María dró húfuna ofan í augu til að verja sig fyrir látlausri snjókomunni! Það sést reyndar ekki alveg nógu vel á þessum myndum en snjónum hreinlega kyngdi niður meðan þær voru teknar!

Og þarna er hún Snjóka! Engin var gulrótin til á heimilinu og því varð að notast við gamlan púrrulauk fyrir nef!

María og Snjóka! Huga leist hins vegar ekkert á þegar snjókerlingin tók á sig mannsmynd og varð óstjórnlega hræddur við Snjóku þegar hún var fullgerð ...

... hann vildi því drífa sig sem fyrst inn í hlýjuna til mömmu að púsla. María og pabbi héldu hins vegar áfram og útbjuggu annan snjókarl hinum megin við húsið.

Hmmm ... hvernig átti myndin nú aftur að vera?

Snjóki á heima fyrir framan húsið. Hann fékk nú ekki fína húfu og trefil eins og Snjóka en hann er miklu stærri. Þessi mynd er tekin rétt fyrir miðnætti og með engu flassi! Það var svo ótrúleg birta bara af götuljósunum og öllum þessum hvíta, glitrandi snjó! Virkilega falleg vetrarnótt.

Miðnætursnjór á grein!

Svona var Snjóki greyið hins vegar daginn eftir!!!

Alveg ótrúlegt að hann skuli haldast í heilu lagi í þessari fimleikastellingu sinni!

Snjóki á handahlaupum!

Snjóka var hins vegar enn í góðum gír fyrir aftan hús, reyndar búin að missa púrrulauksnefið!