Veikindadagar í febrúar

Það hlaut að koma að því að systkinin á Bárugötu legðust í einhverjar pestir. Búið að vera ágætis hlé frá slíkum veikindadögum um alllangt skeið og því svo sem ekki hægt að kvarta. María var þó fljót að ná sér en Hugi var mun slappari og eyddi fleiri dögum heima með mömmsu sinni.

Lítill og lasinn að lúlla í mömmurúmi ... alltaf best!

María var fljót að átta sig á hversu illa litla bróður liði og tók því að sér að lesa fyrir hann uppi í rúmi. Emma fær mislinga varð fyrir valinu enda í takt við ástandið!

Örlítið brattari eftir hitastillandi lyf og mættur í eldhúsið til að hjálpa mömmu að laga kaffi.

Já, maður lætur veikindi ekki á sig fá svona meðan maður er sæmilega hress! Það var hins vega fljótt að verða lægra á honum risið þegar stílar hættu að virka!

Allur að koma til og orðinn ansi hress!