Tónleikadagur

Laugardaginn 26. febrúar voru tónleikar hjá Mótettukórnum með hinum heimsfræga Raschèr saxófónkvartett þar sem flutt voru verk eftir Huga Guðmundsson, Bach og Penderecki. Við tókum daginn snemma og vorum mætt á æfingu klukkan 10 um morguninn.

Kórfélagar hlusta á leiðbeiningar kórstjórans af ótrúlegri einbeitingu og áhuga ... allir nema ljósmyndarinn sem er kominn niður af pöllunum og eitthvert út í kirkju að óhlýðnast! 

Inga og Vignir mættu beinustu leið frá Hollandi til að syngja með okkur! Ekki slæmur liðsstyrkur það! Hér eru þau hjónin með Tobba og Gunnu í kaffipásu.

Alveg er þetta ótrúlegt með hana Kristínu ... hún myndst líka vel þó hún sé með fullan munninn! Alltaf jafnsæt stúlkan sú arna! Annars voru kaffiveitingar sérdeilis glæsilegar þennan laugardaginn öllum til mikillar gleði!

Eftir æfinguna héldum við þrjár sópransystur á Laugaveginn til að bjarga ýmsu smálegu fyrir kvöldið og viðra okkur aðeins í vorblíðunni. Hér erum við Judith og Inga á Skólavörðustígnum með okkar annað heimili síðustu vikuna, sjálfa Hallgrímskirkju, í baksýn!

Hér koma svo tvær sérstaklega fyrir Tobba og Sverri!!! Þessi ótrúlega krúsulegi kettlingur var fastur uppi í tré fyrir utan húsið mitt þegar ég kom heim af æfingu og úr bæjarferð. Ég veit ekki alveg hvort hann er blanda af einhverri loðinni tegund eða hvort hann var bara svo skíthræddur að hárin stóðu út í allar áttir!

Hann var hins vegar svo skelfingu lostinn við mig og myndavélina (hver yrði það ekki?!) að hann var fljótur að bruna niður úr trénu þegar hann sá mig þó hann hafi verið í sjálfheldu aðeins nokkrum augnablikum áður! Kjánaprik!!!

En það gafst ekki langur tími til að vera heima hjá sér þennan dag því skömmu seinna vorum við mætt aftur í kirkjuna og í þetta sinn svartklædd í okkar fínasta pússi! Hér er verið að hita upp og æfa fyrir tónleikana.

Eðli málsins samkvæmt á ég engar myndir af tónleikunum sjálfum sem þó heppnuðust ótrúlega vel. Ég ákvað líka í þetta sinn að gefa sjálfri mér (og öðrum) frí frá öllum ljósmyndastörfum í partýinu um kvöldið! Af nógu hefði hins vegar verið að taka enda Kodak-mómentin á hverju strái. Ég er til dæmis frekar súr að eiga enga mynd af okkur Björgu og Ásu að taka tribute-dansinn eða af drykknum góða sem við Tobbi blönduðum um kvöldið. Mest af öllu vildi ég þó eiga mynd af þeim ólánsama manni sem þáði þann drykk að gjöf síðar um nóttina!!!