Þrítug!!!

Þann 9. febrúar 2006 varð húsmóðirin á Bárugötu þrítug! Hún fagnaði þessum merka áfanga tveimur dögum síðar og bauð þá til sín öllu skemmtilegasta, klárasta og fallegasta fólkinu sem hún þekkir! Úr varð heljarinnar veisla og mikil skemmtun!

Skömmu áður en veislan hófst smellti afmæliseiginmaðurinn þessari mynd af afmælisbarninu í afmæliskjólnum með afmælisblöðruna!

Forréttahlaðborðið var einstaklega girnilegt enda í umsjá Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg. Heitreykta gæsabringan þeirra er bara best í heimi!!!

Og svo streymdu gestirnir í hús. Hér eru Kata, Erla Kristín og Gunni á spjalli. Ég áttaði mig á því í þessari veislu að ég virðist raða lögfræðingunum í kringum mig ... Kata var að byrja nám í því fagi en auk hennar eru Erla, Birgir, Gunnar Þór og Una öll starfandi lögfræðingar! Þið skuluð því ekki láta ykkur detta í hug að lögsækja mig!!!

Jódís og Judith voru fínar og sætar að vanda!

Frú Ragna í dásamlegum Nanso kjól á spjalli við afmælismóðurina sem einmitt skartar glæsilegum Path of Love jakka úr smiðju Rögnu! Afmælið var raunar eins og glæsileg tískusýning fyrir Path of Love búðina á Laugavegi enda fjölmargir aðdáendur hennar boðnir í veisluna!

Í sófanum sátu Björn og Sigrún og brostu fallega til ljósmyndarans, Eva og Sigga Ásta voru hins vegar í djúpum samræðum!

Sverirr og allar hinar stelpurnar!

Kórskvísurnar Halldís, Ása Lind, Björg og Hrefna. Ekki aðeins bauð ég fjölmörgum lögfræðingum heldur sá ég einnig til þess að blómstrandi fegurð óléttra kvenna myndi lífga upp á veisluna og bauð hvorki meira né minna en fimm fögrum fljóðum sem ætla að fjölga mannkyninu á næstu vikum og mánuðum. Skyldu Ása og Hrefna koma með tvo litla sóprana í vor?!?

Svanhildur og Sigurður Ágúst standa í eldhúsinu og dást að öllum fallegu gjöfunum sem þó voru innpakkaðar á þessu stigi málsins!

Afmælisbarnsbörnin voru líka í veislunni en kusu að sniðganga fína forréttahlaðborðið og fengu sér brauð með smjöri í staðinn! Hugi borðar með tilþrifum ...

... og María var fín í afmælisprinsessukjólnum sínum. Eftir forréttahlaðborðið voru bornar fram tvær gerðir af súpum, humarsúpa og indversk linsubaunasúpa. Á þeim tímapunkti hafði afmælisbarnið um ýmislegt annað að hugsa en að taka myndir sem olli stórri eyðu í heimildum kvöldsins!

Þegar hér er komið sögu er hins vegar komið að eftirréttinum og Þröstur búinn að taka það að sér að vera hiðrljósmyndari! Afmælisbarnið ber súkkulaðiköku og jarðaber á borð og afmæliseiginmaðurinn gerir sig kláran í massífa kaffilögun!

Kata, Gunni, Birgir Tjörvi og Erla Kristín bíða eftir súkkulaðikökunni!

Í sófanum sátu Þórunn systir, Gunnar Þór, Eva og Sigga Ásta og virtust skemmta sér vel.

Mig langar mest af öllu að heyra brandarann sem sagður var rétt áður en þessari mynd var smellt af ... og vita hver sagði hann!!!

Jeff Who? gæjarnir Tobbi og Elli! Ég var svo upptekin af að hugsa um gaffla, súpur og súkkulaðikökur að ég steingleymdi að setja einhverja tónlist á fóninn nánast allt afmælið! Það var ekki fyrr en hljómsveitartöffararnir fóru að áttaði mig og spilaði Jeff Who? það sem eftir lifði kvölds!

Uppi á lofti var mastersnemahópurinn búinn að koma sér þægilega fyrir. Hér sjást Elísa og Ingi Björn ... án efa að ræða eitthvað mjög gáfulegt ef ég þekki þau rétt!

Í sófanum sátu María, María og Helgi ... væntanlega líka að ræða eitthvað gáfulegt!!! Mastersnemahópurinn gengur stundum undir nafninu Peppið og heldur fundi aðra hvora viku. Þar ræðum við ýmis heimspekileg vandamál, greinum nokkur ljóð okkur til hreinnar skemmtunar og höfum áhyggjur af hvað taki við af hinu póstmóderna ástandi. Ef þið hafið heyrt að við ræðum líka um raunveruleikasjónvarp og fræga fólkið ... þá er það bara alls ekki rétt!!!

Einar lagar kaffi eins og hann eigi lífið að leysa og flóar mjólk í lítra vís! Eftir skemmtilegt kvöld héldum við svo í kynnisferðir á bari bæjarins, í það minnsta þurfti afmælisbarnið svo sannarlega á upprifjun að halda í þeim efnum! Enn kann hún þó að blístra svo undirtekur eins og margsannaðist þetta kvöld!

Daginn eftir veisluna varð ég að smella mynd af yndislegu afmælistúlípönunum mínum.

Þennan vasa gaf ég sjálfri mér í afmælisgjöf rétt áður en veislan byrjaði ... það sést því miður ekki alveg nógu vel hvað hann er guðdómlega fallegur! Undanfarnar  vikur hef ég verið mjög dugleg við að kaupa mér eitt og annað og kalla afmælisgjafir ... einstaklega hentugt fyrirkomulag!

Að sjálfsögðu smellti ég svo líka myndum af þeim gjöfum sem voru hendi næst þennan sunnudag. Hér er flotta salatskálin frá Kötu og Gunna ásamt fylgihlutum.

Bækurnar sem bókmenntafræðingurinn fékk voru af nokkuð ólíkum toga. Foucault þýðingin var á óskalistanum og bókin um uppáhaldsblómin mín orkideur mun án efa koma sér vel. Ófrísk af hans völdum var frá Ella og Ásu ... eða bara Villa Geir!

Margir afmælisgestanna vita greinilega allt um töskuæði mitt! Litla bleika taskan var frá Jódísi og gulltaskan frá Erlu og Birgi. Path of Love taskan og veskið voru svo að sjálfsögðu frá Rögnu Fróða.

Hér eru yndislegu eyrnalokkarnir frá kórfélögunum á yndislega púðanum frá Svanhildi.

Klúturinn frá Ásu og Ella.

Og himneska gjöfin frá mastersnemahópnum!!!

Mörgum dögum eftir afmælisveisluna stóðu túlípanarnir enn í blóma og verðskulduðu algjörlega aðra myndasessjón!

Takk enn og aftur fyrir allar fallegu gjafirnar og kveðjurnar í tilefni af þrítugsafmælinu mínu! Þið eruð best!!!