Systkinin leika sér

Síðustjórinn hefur ekki verið alveg nógu duglegur að setja inn myndir af eftirlætis gríslingunum sínum ... og veit vel upp á sig skömmina. Úr því er snarlega bætt og hér koma nokkrar ljúfar maímyndir af systkinunum við leik og störf.

Huga leiddist um daginn þegar mamma var að læra. Gluggakistan í vinnuherberginu var því tæmd (vanalega gegnir hún nefninlega hlutverki heilsuhælis fyrir orkideur!) og drengurinn fékk að sitja hjá mömmu um leið og hann naut útsýnisins yfir borgina en ekki síst páfagaukabúrið góða í næsta garði! Á þessari mynd horfir hann hins vegar einbeittur á ...

... kóngulóna sem spann vef sinn utan við gluggann af miklum móð!

Sætur í glugganum!

Allra nýjasta æði Bárugötubarnanna er að leika Rauðhettu og úlfinn. María var fljót að rífa af sér rauðu hettuna sína en Hugi hreint og beint dýrkar þessa mjög svo flottu úlfshettu! Hann bókstaflega umbreytist í stóra, grimma úlfinn við það eitt að setja hana upp og eiga aðrir heimilismeðlimir fótum fjör að launa þegar hann nálgast. Hann verður virkilega „vondur og stórur“ eins og hann sagði mér um daginn!

  

Svona úlfaleikir vilja hins vegar leysast upp í alls kyns vitleysu, hamagang og læti!

Hugi: Mamma veittu kva éða fá méð? Mamma: Nei! Hugi: Vassúpa! Hugi er mikill vatssvelgur og stendur gjarnan við vaskinn inni á baði til að vökva sig hressilega!

María kom svona fagurlega skreytt heim af leikskólanum, dreif sig í álfaprinsessukjólinn og vildi hlusta á Ronju ræningjadóttur. Henni finnst alveg ótrúlegt sport að nota heyrnartólin og æpir reglulega (með góðum raddstyrk) á okkur foreldrana spurningar um hvort við heyrum nokkuð tónlistina!

Hún er nú dálítið sæt!

Leikið með skrýtinn bolta ... en hver liggur þarna í sófanum?

Nú var það þessi karl!!!