Sýslað í sumarlok

Hinar og þessar ágústmyndir!

         

Baldur Tumi veit ekkert skemmtilegra en að vera úti. Í síðsumarregninu uppgötvuðum við því að hann þyrfti nauðsynlega að eignast pollagalla fyrir haustið. Hann á sem betur fer svona fín stígvél sem amma hans sendi honum og derhúfa frá föðursysturinni varð að duga sem skjól fyrir regninu í þessari sippuferð út á pall!

Það gekk mikið smíðaæði yfir heimilismenn í ágúst. Einar ákvað að byggja eldiviðarskýli upp við bílskúrinn og María og Hugi vildu þá endilega fá að prófa að saga og negla líka.

En hvað eru þau að smíða? Ja, það kemur í ljós í lok albúmsins.

Eplin á trjánum orðin þroskuð og tími til kominn að baka úr þeim eplakökur, gera eplamús og þurrka eplaskífur.

Baldur Tumi elskar epli og nælir sér í nýtt og nýtt af þeim sem hafa fallið í grasið. Áfram epli!!!

Húrraaaa!!!

Kátur eplakall.

Það eru ekki bara eplatrén sem gefa ávöxt þessa dagana heldur er líka allt að gerast hjá tómataplöntunum, bæði þeim sem sóla sig á stéttinni ...

... og þeim á útidyratröppunum.

Dásamlegar dahlíur á borðstofuborðinu og hvítar blúndur allt í kring.

Operation dönsku blöðin heldur áfram. Eða litla gamla borðið sem við söguðum neðan af fótunum og notum sem sófaborð er kannski meira í stíl við sænsku blöðin. Mig hefur svo dreymt um þessa mottu í marga mánuði, hún er úr blöndu af ull og bómull og því bæði mjúk að ganga á og svo ótrúlega hlý, manni er orðið hlýtt á tásunum eftir að hafa setið í sófanum í 10 mínútur!

Og einmitt þarna sit ég akkúrat núna og skrifa þessi orð!

Og enn er smíðað!

Hugi sagar og sagar ...

         

... og Baldur Tumi bardúsar og bardúsar.

Einar veitir Maríu faglega ráðgjöf. Honum hefur nú verið bannað að klæðast þessum buxum nokkurn tímann aftur en honum til varnar verður að fylgja með að það var ógeðslega heitt og rakt þennan dag og ef einhvern tímann er tilefni til að nota svona hræðilegar „vindbuxur“ þá var það þarna!

Æblemand, kom indenfor, æblemand kom indenfor ...

     

Nær og nær og nær!

Það vex allt og dafnar hér á Konsulentvägen, blóm, börn og tómatar!

Við fengum kráku í arininn - aftur. Þessi lét hins vegar ekki gabba sig svo auðveldlega út og vóg salt á trekkspjaldinu þangað til Einar náði að pota upp og snúa henni við þannig að hún féll aftur fyrir sig. En þá var hún reyndar svo hugguleg að fljúga bara beinustu leið út.

Í þessu stússi öllu saman fundum við hins vegar annan óboðinn gest í arninum. Þessi geitungadrottning lá dauð innan um öskuna. Mér finnst að vísu ekki sjást alveg nógu vel á þessari mynd hvað hún var sjúúúklega stór!

Búið að græja pollagallann og Baldur Tumi kominn út í garð að narta í epli - hvað annað!

         

Pollagallar eru góðir, epli eru líka góð en eplahýði er glatað svo því skyrpir maður bara út!

         

Það er ótrúlega gaman að spila á munnhörpu með Maríu systur.

Það er samt miklu einfaldara að stinga bara endanum upp í munninn og spila þannig.

Svo kann ég líka að spila á orgel!

Móðirin sér fyrir sér glæsta framtíð við Stóra-Klais!

Eldiviðarskýlið er tilbúið! Er það ekki fínt? Okkur finnst það setja heilmikinn svip á þennan annars óspennandi blett í garðinum.

Fátt er haustlegra en þroskað epli og viðarstafli.

Það þarf mikinn, mikinn eldivið til að standast sænsku frostvetrunum snúning.

Og svo eru það smíðaverkefni Huga og Maríu! Þau gerðu hvort sinn kollinn til að hafa í tréhúsinu sínu. Hér er Hugi með sinn koll sem er að sjálfsögðu mikil listasmíð.

Hægt að sitja á honum og allt!

Og María með sinn koll sem var aðeins öðruvísi ...

... en samt líka hægt að sitja á honum! (Finnst ykkur María ekki búin að stækka stjarnfræðilega á síðustu mánuðum?!)

Ein sólómynd af Huga kolli ....

... og hér er Maríu.

Stórir og duglegir smíðakrakkar.

Og að lokum kynnum við skemmtilega nýjung hér á Okkar síðu: Vídeó!!!

Mikil eftirspurn hefur verið eftir hreyfimyndum af stórkostlegu börnunum´á Konsulentvägen og nú, loksins, loksins, hefur síðustjóri séð sér fært að verða við þeim óskum!

Við byrjum á tveimur örstuttum en frekar gömlum vídeóum. Það fyrra er frá því sumarbyrjun þegar Baldur Tumi var nýfarinn að ganga. Einar á þarna stórleik í upphafi myndbands en svo tekur stjarnan yfir:

Næsta myndband er aðeins nýrra en samt rúmlega mánaðrgamalt eða frá því um miðjan ágúst. Á því sést Baldur Tumi fá sér vatnssopa og gera hið lögbundna „ahhhh“ á eftir með tilþrifum. Honum finnst þetta hljóð jafnmikilvægur þáttur í neyslu hvers kyns drykkja og að kyngja! Og ef hin fáum okkur eitthvað að drekka án þess að gera hljóðið segir hann það gjarnan fyrir okkur! Því miður er þetta myndband á hlið því ég gleymi því alltaf að það er ekki hægt að snúa vídeóum við eins og myndum! Það er samt alveg hægt að sjá hvað hann er krúttlegur:

Og nú þegar ég er búin að læra að setja myndbönd inn á Youtube og fatta hvernig ég á að láta þau birtast á síðunni minni verð ég vonandi duglegri við að taka vídeó af börnunum. Hver veit nema ég nái þessu þá á endanum með að það er ekki hægt að snúa myndavélinni á hlið!!!