Svipbrigði í september

Eitthvað var myndavélin nú lítið á lofti í september en hér eru nokkrar myndir af ólíkum (en álíka sætum) svipbrigðum Baldurs Tuma.

Það var jafnskemmtilegt að naga hendurnar í september og það var í ágúst.

         

Svo þarf maður að vera duglegur að æfa sig á mallanum.

Baldur Tumi græddi ýmislegt á fýluferðunum sem farnar voru til Stokkhólms í von um að fá passa fyrir hann. Á Östermalm þar sem sendiráðið er eru nefnilega margar fínar fínar dótabúðir og í einni þeirra fengum við þennan fína fína óróa með lömbum og tungli. Æ, hvað maður er annars lítill!

Fegurðarblundur.

Ljúflingurinn.

Sveiflukóngurinn.

Spekingurinn.

Efasemdamaðurinn.

Gamanleikarinn.

Eftirlitsmaðurinn.