Sumarhátíð á leikskólanum

Eins og á öllum betri leikskólum borgarinnar er haldin sumarhátíð árlega á Drafnarborg. Þá fara börn, foreldrar og starfsfólk í skrúðgöngu og skemmta sér svo í garðinum við leiki og pylsuát!

Hugi var svona líka fínn á sumarhátíðinni, í músagervi!

Til að fyrirbyggja allan misskilning er best að útskýra aðeins húfuna sem drengurinn er með á höfði! Þó okkur foreldrunum þyki áletrunin, Voodoo Black Magic, fremur ósmekkleg er Hugi hæstánægður með þessa flottu húfu sem hann valdi meira að segja sjálfur! Ástæðan er fólgin í því að hann telur þetta sjóræningjahúfu (sennilega út af hauskúpunum) og fátt er í meira uppáhaldi en einmitt slíkir karlar! Hann hefur því fengið að bera sína derhúfu óáreittur ... en móðirin leitar sífellt leiða til að koma henni fyrir kattarnef svo lítið beri á!

Viltu ýta mér mamma ... ýtaðu!

Það tók mig svona 35 tilraunir að ná þessari mynd ... rólan var alltaf komin eitthvert langt í burtu þegar myndavélinni loks þóknaðist að smella af!!!

...

María var öllu skrautlegri í framan en litli bróðir. Hún var fiskabúr í tilefni dagsins og það fór henni einstaklega vel!