Sumargleðin

Júlí á Konsulentvägen í máli og myndum.

Þegar sírenurnar eru búnar að blómstra getur maður farið að hlakka til bóndarósatímabilsins! Þær eru svooo fallegar í vasa með nokkrum greinum af snækórónu.

Sjáiði alla þessa ást!

Hvað er eiginlega hægt að vera mikil rúsína?!

   

Hopp-, busl- og ærslsería af Huga og Maríu.

Svona skvettumyndir eru alltaf skemmtilegar! Eins og þið sjáið kannski erum við enn og aftur komin með nýja laug, okkur tekst alltaf að sprengja þær í lok sumars. Þetta er stærsta og fínasta laugin sem við höfum átt! Ég varð því alveg miður mín um daginn þegar ég hélt ég hefði slegið í hana með sláttuvélinni! Sem betur fer kom í ljós að það var bara laus tappi! Ég er annars búin að slá eitt og annað niður í sumar, snuð, grindverk, rifsberjarunna, kartöflugrös og yfirbreiðslu yfir grænmetisbeð svo eitthvað sé nefnt.

Systkinastund í litlu lauginni. Maríu og Huga þykir alltaf jafnfyndið þegar Baldur Tumi reynir að grípa bunurnar úr bollanum!

1 árs og 10 ára geta vel náð saman í leik!

Ég hef fulla trú á að María sé duglegasta stóra systir í heimi!

 

Blá afrísk lilja í blóma á pallinum.

Imba amma kom og heimsótti okkur í sumarfríinu sínu. Það urðu fagnaðarfundir með henni og Baldri Tuma ... og okkur hinum auðvitað líka.

Við buðum mömmu upp á allsvakalegan blámygluost og truffluhunang sem við keyptum á Stafva gård á Gotlandi (þið munið litlu sætu gårdsbutiken).

Fleiri bóndarósa- og snækórónumynda er þörf! Bóndarósirnar lifðu svo lengi að ég fór í gegnum nokkra umganga af greinum og fékk því pínulítið nýjan vönd í hvert skipti.

Því miður finnst mér blómaúrvalið eftir bóndarósatímabilið alveg glatað. Stöku sinnum fær maður fallegar afskornar dalíur síðsumars en annars finnst mér yfirleitt ekkert hægt að kaupa fínt í potti eða í vasa fyrr en bara hyacintur og amaryllis fyrir jólin. En þá á maður líka framundan rúmlega hálft ár þar sem hver dýrðin leysir aðra af hólmi.

         

Gleðipinninn Baldur Tumi fékk ekki að fara með ömmu og stóru krökkunum á 3D bíó en nýtur þó góðs af!

Þau virka sko miklu betur á hvolfi!

         

Amma Imba prjónaði svona ótrúlega fína peysu á minnsta manninn sinn. Hún mun án efa koma sér vel í haust.

Í hvaða átt á maður eiginlega að horfa, til hægri eða til vinstri eða ... ?

Ömmuknús!

Takk fyrir báðar fínu peysurnar sem þú prjónaðir á mig í sumar amma mín!

Amma og Baldur Tumi blása sápukúlur úti á tröppum. Baldri Tuma finnast sápukúlur alveg æði!

María og Linnea vinkona hennar vildu endilega fá að passa Baldur Tuma og honum þótti það sko ekki leiðinlegt!

Svenska somrar!

Okkur Einari finnst María og Hugi hafa eytt aðeins of mörgum dögum af sumarfríinu svona - fyrir framan sjónvarpið.

Og hvað skyldu þau vera að horfa á sem er svona spennandi?! Sá eins árs var sem sagt löngu búinn að gefast upp á spólunni!

Það er mjög mikilvægt að vera ekki skilinn eftir útundan þegar maður er minnstur. Þannig að þegar það er pizzakvöld þá bakkar maður bara með rassinn á undan milli systkina sinna, grípur næsta disk og eina sneið af pizzu og er MEÐ!

Yellow polka dot bikini! María þorir þó alveg að koma upp úr vatninu!

María og Hugi eru búin að vera á sundnámskeiði í allt sumar hjá Sundskóla Pabba! Námskeiðið er haldið í sundlauginni í Fyrishov og þau eru einu nemendurnir. Námskeiðið þykir mjög vel heppnað og þau hafa tekið gríðarlegum framförum, kunna nú að synda án hjálpartækja, hoppa út í án þess að halda fyrir nefið og synda kafsund og baksund. Það má enn fínpússa sundtökin en við erum ótrúlega stolt af þeim!

Baldur Tumi tekur líka stórstígum framförum og í sumar hefur hann meðal annars verið að æfa sig í að borða venjulegan heimilismat. Hann fær stundum míní útgáfur af því sem við erum að borða og það þótti ástæða til að mynda þennan krúttlega míní-hamborgara. Honum fannst hann hins vegar ekkert spennandi, eins og kannski sést á svipnum! En fyrir utan hamborgarann borðar hann allt með bestu lyst.

Bræðrastund í buslualuginni - eina ferðina enn. Við hliðina á Baldri Tuma lítur Hugi út fyrir að vera að fara að taka stúdentinn!

Hmmm ... hvernig ætli sé best að leika í þessari stöðu?

Ég hendi bara öllum köllunum niður og þá er ég búinn að vinna!

Einar rifjar upp sudoku-taktana. Ég held mér við með því að taka supersvår útgáfuna sem kemur vikulega.

Eftir að rifsberin urðu þroskuð hefur Baldur Tumi alltaf nóg að gera úti í garði. Best finnst honum að setjast niður við runnann og tína upp í sig.

Hann elskar rifsberin og kippir sér ekkert upp við það þótt einn og einn grænjaxl rati upp í hann.

Svo er líka gott að fá næði og sitja einn með hugsunum sínum í garðinum ... og stelast til að stinga einum og einum steini upp í sig.

Það endist þó ekki lengi, fljótlega vill maður fara af stað og hafa eitthvað spennandi fyrir stafni! (Ég veit ekki hvernig við förum að í haust þegar allt verður blautt og drullugt og engan langar að hanga úti, Baldur Tumi vill eiginlega ekki gera neitt annað en vera úti í garði og er fullkomlega sáttur við að vera þar að ráfa um, tína ber og epli sem hafa fallið til jarðar, róta í mölinni og bara rölta um garðinn og skoða það sem fyrir augun ber. Ég þarf kannski bara að íhuga gamla snúrustaurstrikkið?!)

Síðari hluti júlí var frekar þungbúinn og blautur og því eins gott að amma Imba hafði sent Baldri Tuma stígvél í afmælisgjöf.

Þrír stígvélastrákar úti í bleytunni.

Það stóð til að taka fína stígvélamynd af þeim saman en á þeirri einu sem Baldur Tumi var sæmilega kjurr var Einar auðvitða með lokuð augun!

         

Svo var hann rokinn að tína ber. Er hægt að vera minni og krúttlegri en þetta við berjatínslu?!

Lítill spekingur á göngu.

Það getur verið erfitt að halda jafnvæginu þegar farið er af grasinu og út á mölina ...

         

... en ef maður dettur þá nælir maður sér bara í epli úr grasinu og þykist að þetta hafi átt að vera svona.

Verst hvað eplin eru rosalega súúúr enn þá!

Uss, þessu skyrpir maður nú bara út úr sér!

Þá er nú gulur bolti betri á bragðið!

Feðgarnir tína rifsber til saftgerðar. Þetta eru nú verkefni sem er litla manninum að skapi!

Tvær hendur vinna létt verk!

Það er svo aldrei að vita nema þið fáið að sjá saftmyndirnar í ágústalbúmi!