Sumarfrí Guðrúnar

Mig hefur lengi dreymt um að gerast túristi í eigin hverfi, rölta um það og reyna að sjá það með augum þess sem aldrei hefur komið þangað áður. Í útlöndum sér maður stöðugt eitthvað skemmtilegt til að mynda og ég var alveg viss um að hér í Vesturbænum væri líka ýmislegt áhugavert ... það eina sem þyrfti væri viljinn til að koma auga á það!

Ég dreif mig því út með myndavélina í farteskinu einn morguninn meðan hitametin féllu um allt land og eftir að börnin voru komin í örugga höfn á leikskólanum rölti ég ein um í rólegheitum og myndaði það sem fyrir augu bar. Sólin var enn lágt á lofti og því mynduðust skemmtilegir skuggar.

Sumt þurfti þó engin túristaaugu til að lifna við! Hér er annað af tveimur draumahúsum mínum. Þetta finnst mér alltaf eins og Sólbakki þar sem Madditt og Beta áttu heima (það hús var reyndar rautt og því mun ég að sjálfsögðu mála þetta þegar ég flyt inn!).

Rifjsberjagreinarnar slúttu yfir gagnstéttina og þessi mynd er tekin beint undir þeim.

Hér er hitt draumahúsið mitt í morgunsólinni.

Og hér er ég stödd undir risastórum trjágreinum sem slúta vel út fyrir garð sinn.

Fallegur dyraumbúnaður.

Svo verður þessi að fá að fylgja með svona í lokin. Einar tók hana og sýnir hún (því miður) augljósa yfirburði hans í ljósmyndun!!! Þetta er uppáhaldsmynd!