Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar kæru lesendur!!!

Við fögnuðum sumarkomunni að sjálfsögðu og nutum veðurblíðunnar líkt og aðrir landsmenn. María og Hugi byrjuðu á að fara út í garð og blása sápukúlur. Hugi missti reyndar fljótt áhugann enda fannst honum mun meira spennandi að hella sápukúluleginum niður en María blés kúlur af miklum móð og reyndist meira að segja ansi snjöll í að veiða þær aftur.

Það reyndist líka frekar erfitt að festa Huga á filmu enda hafði hann mun meiri áhuga á að njóta þess að vera úti en að sitja fyrir á myndum. Þarna glittir þó í hann í bakgrunninum.

Eitthvað verið að aðgæta boltann!

Sumarprinsessan ... sem reyndar breytist í afmælisprinsessu strax á morgun!

Hugi fékk að prófa hjólið hennar Maríu enda hafði hann ekki nokkurn minnsta áhuga á sínu eigin, splunkunýja þríhjóli! Full barnalegt fyrir hans smekk!!!