Sumar á Konsulentvägen

Ýmsar myndir frá fyrsta sumarmánuðinum hér á Konsulentvägen!

Það er meira og minna búið að vera dásamlegt veður hér í Uppsölum í júní. Hér eru María og Hugi léttklædd í garðinum í byrjun mánaðar.

Í morgunsól.

Og nú eru loksins komin garðhúsgögn í lundinn. Finnst ykkur þetta ekki líta notalega út?

Það hefur allt staðið í blóma í garðinum okkar þennan mánuðinn og því óþarfi að kaupa tilbúna blómvendi út í búð þegar hægt er að stökkva út í garð með klippurnar og búa til fínasta vöndinn í bænum sjálfur.

Fjólublátt þema á borðstofuborðinu!

Við höfum verið dugleg að grilla úti á palli undanfarnar vikur og hér sýnir húsbóndinn sérdeilis glæsilegar kjúklingabringur!

Og nú er loksins aftur hægt að borða kvöldmatinn úti á palli án þess að krókna úr kulda! Voðalega er hárið á mér eitthvað skrýtið á þessari mynd!

Talandi um hár ... á þessum tíma var mér ljóst að plan mitt um að bíða með að láta klippa Huga þar til við kæmum til Íslands myndi ekki ganga upp!!! Hér er Lubbi Skallason að snæðingi ásamt föður sínum Skalla Lubbasyni!

Aðeins örfáum dögum seinna var búið að snyrta hár piltsins, hann kominn í nýja sundskýlu og klár í buslulaugina í fyrsta sinn árið 2007!

Í lundinum góða voru ferskir og svalandi ávextir á borðum.

Nú er loksins hægt að fá sænsk jarðarber aftur og hvað þau eru góð!

Það er betra að setja á sig sundgleraugun áður en maður prófar hitastig vatnsins með stóru tá!

Hugi er bara endalaust fyndinn með þessi sundgleraugu!!!

    

Systkinin prófa vatnið ... úff hvað það er kalt!!!

Þetta er svona ein af þeim myndum sem eru svo sætar að þær verða að vera með jafnvel þótt mér detti akkúrat ekkert sniðugt í hug til að skrifa við þær!

    

Það hafa greinilega verið teknar óvenjumargar myndir af Huga þennan morgun ... enda í nýrr ofurhetju sundskýlu, nýklipptur, með flottu sundgleraugun hans pabba og frámunalega sætur!

Gleraugnaglámur!!!

En María var nú á staðnum líka og meira að segja í nokkuð nýjum sundbol!

Konsulentkrakkarnir gæða sér á ávöxtum í lundinum milli sundspretta.

Við fengum ekki alveg jafnmargar hlátursyrpur þennan dag eins og þegar síðustu buslmyndir voru birtar ... kannski eins gott þar sem mér var hætt að lítast á blikuna og farin að hafa áhyggjur af hnútum á raddböndin þann dag! Í staðinn brosti hann bara sínu blíðasta og var almennt eins og hann hefði hlotið titilinn Heimsins sætasti strákur!

Rósin út við garðshliðið er farin að blómstra! Sem betur fer náum við að sjá hana í fullum skrúða áður en við förum til Íslands! Ég hef held ég aldrei séð annað eins blómahaf og á þessum runna!

Á eplatrénu er allt að gerast!

Allra flottast fannst Huga þegar honum datt í hug að stinga „byssunni“ framan af garðslöngunni í buxnastrenginn! Ekkert smá vígalegur bófi!!!

Sjálfsmynd mæðgina!

    

Alveg finnst mér það undarlegt hvað hún er orðin stór þessi stelpa!

Aðalstuðið er að stökkva út í laugina og láta gusurnar ganga í allar áttir!

Það eru aðeins fjórir mánuðir síðan þessi sömu börn og spranga þarna um á sundfötum bjuggu sér til snjókarla einmitt á þessum stað í garðinum, þá dúðuð í ullarnærföt, útigalla, kuldastígvél, húfur og vettlinga. Úff, ég verð bara sveitt við tilhugsunina!

Seinna um daginn var laugin flutt á pallinn og þá var orðið svo heitt úti að mamman stóðst ekki freistinguna og skellti sér út í með börnunum.

Hugi var þó eiginlega búinn að fá nóg af vatni þegar þarna var komið sögu og vildi heldur dunda sér í tréhúsinu ... í sundbolnum góða!

Grillaðir hamborgarar og heimatilbúnar franskar úti á palli.

Rósarunninn við garðshliðið. Dásamlegur ekki satt?!

Ég virðist hafa valið alveg kolvitlausan dag til að mynda bóndarósina mína. Ýmist eru knúmparnir á henni enn of lokaðir ...

... eða einum of útsprungnir. Það skiptir þó ekki öllu máli, hún er falleg hvernig sem er!

Nú eru rósirnar undir eldhúsglugganum að byrja að springa út. Við verðum þó sennilega löngu farin til Íslands þegar hápunktinum verður náð því það eru áreiðanlega hundrað knúmpar á henni sem flestir eru enn kyrfilega lokaðir. Finnst ykkur þessi litla bjalla ekki krúttleg þarna á krónublaðinu?

    

Samkvæmt upplýsingunum sem við fengum um garðinn frá fyrri eigendum heitir þessi runni Smultron jasmin en ég sé ekki betur en að þetta sé það sem við köllum snækóróna á íslensku ... einn af mínum uppáhaldsrunnum! Hann stendur í háblóma um þessar mundir og himneskan ilminn má finna í margra metra radíus.

Nokkrar af plómunum eru farnar að blása út en ég hef því miður grun um að litið verði úr stórum hluta blómanna.

Eplin eru óðum að stækka og taka á sig mynd.

Ég held alveg örugglega að þessi blóm sem er að finna á stórum runna í garðinum mínum séu það sem kallst fläder á sænsku. Ég vona það því úr fläder er hægt að gera unaðslegt saft og cider!

    

Chilli-in og paprikurnar hans Einars tútna út í matjurtargarðinum. Við verðum að krossleggja fingur og vona að það rigni stöðugt meðan við verðum á Íslandi svo þessi góðu árangur í ræktun fari ekki til spillis. Viljum svo að sjálfsögðu fá sól og blíðu þegar við komum hingað heim aftur!

Við kveðjum héðan úr garðinum á Konsulentvägen í bili!