Sullumbull

Nú er sumarið komið fyrir fullt og allt! Þegar María og Hugi komu heim úr skóla og leikskólana í dag var enn um 25° hiti úti. Þá var ekki um annað að ræða en að sprauta smá vatni í bala og sulla svolítið til að kæla sig niður!

Systkinin vildu endilega fá að fara í sundföt þótt „sundlaugin“ væri ekki nema rétt til að dýfa litlu tánni í ... eða það hélt mamman að minnsta kosti. Síðar kom í ljós að full þörf var á sundfatnaði þrátt fyrir smæð laugarinnar! Hugi heimtar alltaf að fara í þennan fína krókódílasundbol, tekur ekki önnur baðföt í mál þótt hann sé óspart hvattur til að fara í einhverja af sundskýlunum sínum!

    

Ekki var nóg með að það þyrfti að fara í sundboli heldur þurfti að sjálfsögðu að setja upp sundgleraugu! María sést hér með gleraugu sem hún fékk sirka þriggja ára gömul og eru þau lítil á hana eftir því! Það dregur þó ekki úr vinsældunum!

Hugi vill hins vegar bara gleraugu af pabba sínum ... og eru þau stór eftir því!

Hugi er með hláturæði þessa dagana!!! Hann er alltaf í hláturskasti! Sumpart er þetta dálítið tilbúinn hlátur hjá honum (með bakföllum og handaupplyftingum, sbr. mynd!) en einhvern veginn rennur gervihláturinn samt algjörlega saman við alvöru, ekta hlátur sem kemur djúpt neðan úr maga og er hreint ótrúlega smitandi. Það er bara svo gaman að hlæja að maður fer að hlæja ... eða eitthvað þannig!

    

Til að byrja með var aðalstuðið að setja andlitið á kaf í balann. María var þó mest í því enda þorir Hugi ekki slíkum kúnstum. Honum fannst stóra systir hins vegar mjög fyndin!

Komin úr kafi!

   

Sumir hlæja ahahahaha, aðrir hlæja ohohohoho, ýmsir hlæja ihihihihi, aðrir hlæja OHOHOHOHOHOHOHOHO!

Sætur sundgarpur!

María getur líka tekið bakföll af hlátri!

Hugi varð mjög glaður þegar hann fattaði að það var hægt að teikna með blautum höndum á pallinn. Hér er voðalega fínn karl sem hann gerði. Verst að listaverkin þornuðu á svipstundu og voru horfin nokkrum mínútum eftir að þau voru sköpuð!

    

Þegar allir voru búnir að fá nóg af köfun og vatnsmálun datt þeim í hug að reyna að troða sér ofan í balann. Vatnið er auðvitað ískalt (enda heita vatnið langt því frá ókeypis hér!) og krökkunum fannst þetta hálfóþægilegt svona fyrsta kastið.

    

Hugi tók að sér að skúra „dekkið“ milli þess sem hann tók syrpur í balanum!

Það leið þó ekki á löngu þar til börnin voru orðin blaut upp á mitt bak og farin að venjast kalda vatninu.

Huga þótti rétt að setja á sig sundgleraugun af og til enda er hann ekkert smá flottur með þau!

Hlegið með tilþrifum! Kannski afi hans sé leikari?!

Ekki leið á löngu þar til María fattaði að það allra skemmtilegast væri að hlamma sér ofan í balann og láta vatnið gusast í allar áttir!

Hugi varð auðvitað að prófa líka ... nokkrum sinnum!

Þegar um það bil allt vatnið var búið úr balanum kom heimilisfaðirinn loks heim eftir erfiðan vinnudag. Tveir rennandi blautir krakkar tóku á móti honum og vísuðu honum veginn út á pall þar sem húsmóðirin hafði það náðugt og sólaði sig. Mikið held ég að það sé gaman að koma heim úr vinnunni undir slíkum kringumstæðum! Hér erum við hjúin á mynd sem var sérstaklega tekin fyrir Svanhildi!

Sólhlífin okkar brotnaði í roki síðasta haust og því hefur dregist að setja hana upp þetta árið. Nú var það hins vegar algjörlega orðið tímabært og hér er Einar við viðgerðarstörf!

Sko, þetta gat ég!

Það er svo gaman að vera til í svona góðu veðri að ég get eiginlega ekki beðið eftir að nýr dagur rísi ... það er spáð svona góðu út alla vikuna! Húrra!!!