Sól og sumar

Enn fleiri svipmyndir úr sumarfríi ósköp venjulegrar fjölskyldu í vesturbænum!

  

Enn einn prinsessudagur hjá Maríu! Og ekki fannst henni leiðinleg að fá möguleika á að sýna fleirum útbúnaðinn þegar ákveðið var að drekka síðdegiskaffi úti í garði!

Huga finnst allra mest spennandi að klifra í trjám þessa dagana. Eldliljurnar sem sjást þarna í forgrunni, eru glæsilegri í ár en nokkru sinni fyrr!

Stundum getur lífið bara verið svoooo dásamlegt!!!

    

Herra Hugi Einarsson. Það yndislegasta við þessar myndir er að hann var ekki að hlæja að neinu sem sagt var við hann eða gerðist, hvað þá að ljósmyndarinn hafi verið að reyna að fá hann til að brosa! Hann sat bara þarna í grasinu og var að hugsa eitthvað einn með sjálfum sér ... greinilega eitthvað mjög fyndið!

Maríu og Huga var boðið í afmælisveislu úti á næsta horni í vikunni. Var þar mikið um dýrðir, grillveisla, spidermankaka og meira að segja hoppikastali sem vakti ekki litla lukku. Mamman var hins vegar svo lukkuleg með börnin sín þegar þau lögðu af stað í afmælið að hún sá ástæðu til að mynda þau í bak og fyrir.

Hugi eitthvað að stríða systur sinni sem hrökklast undan í skuggann.

Hugi hafði í nógu að snúast fyrir afmælið ...

... og frábað sér fleiri myndatökur!!!

María er hins vegar alltaf til í að sitja fyrir og hún getur líka verið alveg kyrr meðan á myndatökunum stendur!

Við erum í óðaönn að mála þann helming rissins sem vanalega hýsir sjónvarpsherbergið. Fyrir vikið hefur imbakassinn verið fluttur niður í stofu tímabundið og þarna situr Hugi stilltur og prúður eftir afmælið og fylgist með barnatímanum með krosslagða fætur!

María er ekki alveg eins prúð í sófanum!!!

Einn góðviðrisdaginn var svo haldið á Bakkastaði. Þegar mynda átti þennan spóa sem sat svona glæsilegur uppi á hól og vall yfir nágrennið kom í ljós að myndavélin var nánast alveg orðin batteríislaus. Því varð minna um myndatöku þann daginn en til stóð. Þó tókst að plata vélina til að taka örfáar myndir ...

... meðal annars þessa af Maríu með blómakransinn sem mamman vafði handa henni.

Kransarnir voru reyndar tveir ... en þegar María bað um krans handa babyborn dúkkunni Míu Maríu sagði mamman stopp! Á fallegum dögum er útsýnið á Bakkastöðum algjörlega óviðjafnanlegt! Blómin í íslenskri náttúru eru líka undurfögur og ég held að ef ég væri að fara að gifta mig myndi ég bara vilja hafa svona vönd!

Mæðgur í sumarskapi!