Sófasystkin

Hér koma nokkrar myndir af systkinunum Maríu og Huga sem allar eiga það sameiginlegt að vera teknar í ágúst uppi í ljósbláa stofusófanum okkar!

Hugi fékk að vera heima með mömmu einn dag um miðjan ágúst. Ástæðan var óútskýranleg helti sem hrjáð hefur drenginn einu sinni áður. Ekki var hægt að skilja manninn eftir á leikskólanum svona illa á sig kominn og við tóku strangar læknisheimsóknir þar sem meðal annars var gerð ómskoðun og teknar röntgenmyndir. Þetta tók allt dálítið á og þótti andlegt ástand herramannsins ekki nógu stöðugt til að hægt væri að bjóða fáliðuðum leikskólastarfsmönnum upp á að gæta hans að læknisdagskrá lokinni! Hann græddi því, eins og áður sagði, dag með mömmu!

Dúkkan sem Hugi er með í fanginu á þessari mynd er hins vegar afrakstur fyrra heltiskastsins! Þá þurfti Hugi að fara í blóðprufu og var svo verðlaunaður fyrir gott gengi með henni Betu litlu. Nafngiftin var reyndar ekki þrautalaus þar sem Hugi vildi helst af öllu skíra „dótturina“ Ís!!! Eftir nokkrar samningaviðræður náðu móðir og sonur hins vegar samkomulagi um nafnið Beta litla. Huga þykir undur vænt um hana og vill gjarnan fá að hafa hana í fanginu á kvöldin og gefur henni morgunmat með sér reglulega.

Horft út um glugga!

Á menningarnótt fékk María þessa fínu andlitsmálningu. Fiðrildið atarna stendur reyndar fyrir okkar einu þátttöku í þeim annars ágæta degi!

Hlegið við ljósmyndaranum!

 Augun mín og augun þín ...

Fyrir skömmu tókst krílunum að næla sér í einhverja pest. Þau neyðast því til að vera heima á náttfötunum um ófyrirséðan tíma. Það þykir þeim þó allt í lagi enda gaman að leika sér saman. Hér eru þau í mömmó uppi í sófa!

Það er mikið hlegið ... enda stóð ljósmyndarinn fyrir hinum sívinsæla og seinþreytta prumpubrandara!

Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha!

   

Að lokum nokkrar rósamyndir! Sófinn góði sést reyndar hvergi á þeim en svona til að allir geti farið rólegir að sofa í nótt upplýsi ég hér með að þessar myndir eru allar teknar úr honum!