Sleikjó

María og Hugi fengu sleikjó í eftirrétt í tilefni af því hvað þau voru óskaplega dugleg að borða Latabæjarúff og grjónagraut (sem reyndar var grænmetisbuff og hrísgrjón. Öll grænmetisfæða er gjarnan kennd við Latabæ í söluskyni en úffið og grjónagrauturinn byggist á einhverjum djúpstæðum misskilningi Huga sem erfitt reynist að leiðrétta!!!).

Hér er Hugi að „gðekka“ sleikjóinn og stóra systir horfir á aðfarirnar í forundran!

María skvísa ...

og Hugi töffari sem er meira að segja orðinn svo ótrúlega gæjalegur að vera farinn að tyggja tyggjó af miklum móð!!!