Sjö ára afmælisveisla Maríu

Eins og heimsbyggðin veit öll varð María sjö ára í apríl. Ekki var þó haldið upp á afmælið fyrr en um það bil tveimur og hálfum mánuði síðar enda hafði verið ákveðið að fagna tímamótunum í faðmi vina og fjölskyldu á Íslandi.

Þetta árið valdi María sér svanaköku. Það voru amma Imba og Jódís frænka sem sáu um baksturinn og útkoman var glæsileg að venju.

Svanurinn í nærmynd.

Gullfiskurinn Pollur og snigillinn Skúri voru í pössun á Bakkastöðum 119 (þeir eiga heima á númer 117) og vöktu mikla athygli afmælisgesta. Hér eru bræðurnir Bjartur og Orri að skoða þá ásamt Sigrúnu mömmu sinni og Imbu ömmu.

Árni Pétur sá strax að geisladiska- og dvd hillan væri sá staður í húsinu sem hann kynni hvað best við! Hér er Kristín Klara duglega stóra systir að passa að hann tæti ekki allt út um allt!

Hr. Alvarlegur og Hr. Hissa ... eða bara Orri og Pollur.

Úti á palli sat stór hluti Hólafjölskyldunnar og sólaði sig.

Amma, Ása og Inga spjalla við enda langborðsins.

         

Falleg en feimin afmælisstúlka hlustar á afmælissönginn.

         

María blæs á kertin sjö og óskar sér.

Líf og fjör við veisluborðið.

Árni Pétur vissi nákvæmlega hvað hann vildi fá í þessari veislu, nefnilega nammi! Mamma hans og stóra systir brosa að einbeittum vilja drengsins!

Afmælisbróðirinn við hlið mæðgnanna Þórunnar og Svanhildar.

María fékk fullt af pökkum. Raunar svo marga að við neyddumst til að bæta við heilli ferðatösku til að flytja þá heim til Svíþjóðar!

Pála prakkaraleg úti á palli ... hvað eru mörg p í því?!

Árni Pétur og Svanhildur Margrét eru bæði fædd í marsmánuði árið 2006. Það var því ákveðið að smella nokkrum myndum af þeim saman ... þetta var sú allra besta sem náðist!!! Mission Impossible!

  

Tvær á palli!

Frændurnir Elli og Hugi tóku smá slökun eftir allt kökuátið.

Systurnar Ása og Inga spjalla við systkinin Huga og Maríu úti í móa í dásemdar veðri.

Inga og María urðu góðar vinkonur í sumarfríinu og hlakka til að hittast næst þegar við komum til Íslands ... nema Ingu takist að draga Ella og Ásu til Svíþjóðar!

Í afmælisveislunni var Pála arfleidd að fyrsta tvíhjólinu hennar Maríu. Litla daman var í skýjunum með gjöfina og stóð löngum stundum á stigapallinum, hringdi bjöllunni, sneri pedulunum og  skoðaði brettin.

Inn á milli klappaði hún svo Orra frænda sínum á kollinn!

Að lokum var ekki annað hægt en að skrúfa hjálpardekkin undir fína hjólið og hleypa ungfrúnni á bak! Hér er Pála alsæl á þeysireið um Bakkastaði.

Fjórar sumarlegar skvísur.

Hér hefur Freyja sem sagt bæst í hópinn en þær Pála eru fæddar með aðeins nokkurra daga millibili.

Sætar vinkonur sælar og glaðar í lok vel heppnaðrar afmælisveislu!