SíGUnaÁrShÁtíÐ MÓtetTuKÓrsiNs

Þann 16. apríl hélt Mótettukórinn árshátíð sína. Skemmtunin fór fram í húsakynnum Hlaðvarpans og var söguleg þar sem þetta var síðasti gleðskapurinn sem haldinn var þar áður en staðnum verður breytt í hótel! Salurinn var fagurlega skreyttur, Tapasbarinn sá um unaðslegar veitingar, hljómsveitin Bardukha hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu og til að kóróna kvöldið tileinkuðu kórfélagar sér klæðaburð og villta skemmtanasiði síguna!

Eva, Helga og Ingibjartur búin að koma sér þægilega fyrir og bíða eftir veitingunum. Einir níu réttir voru bornir á borð fyrir svanga kórmeðlimi, hver öðrum bragðbetri. 

Guðfinna og hennar maður bíða eftir parmaskinku, smokkfisk, kjúling, lambi, skötusel og saltfisk ... svo fátt eitt sé nefnt.

Sigga Ásta skemmtistýra setti árshátíðina ásamt Agli, sem er þarna einhvers staðar á bak við.

Hrefna og Sverrir seldu þeim sem freista vildu gæfunnar miða í happdrætti kvöldsins.

Kristín Þóra, Guðrún Hólmgeirs, Hörður, Inga Rós og Gísli voru í suðrænu skapi.

Tvö sæt pör, Melanie og herra, Elmar og Arngerður.

Gunna, Stebbi, Björg og Halldís voru blóðheit að hætti síguna.

Þröstur og Una tóku þemað með trompi í þessum glæsilegu búningum. (Ath. þetta er Una, ekki Judith!)

Björg, Halldís og Bjarney Ingibjörg voru sætar og suðrænar blómarósir.

Annað sætt par, Halldór og Ragnheiður.

Og þá var komið að fyrri drætti kvöldsins sem hófst með glæsilegri danssýningu!

Eins og sjá má kviknaði í happdrættis-handritinu ... tvisvar!!! Hrefna og Sverrir létu það þó ekki á sig fá og útdeildu hverjum vinningnum á fætur öðrum:

Arngerður fékk annað af tveimur magadansnámskeiðum ...

... maðurinn hennar, hann Elmar, fékk hitt! Við hlökkum öll til að sjá magadansatriði þeirra hjóna á næstu árshátíð!

Zophonías fékk „Oh!“ unaðskrem fyrir konur frá femin.is!!!

Inga Rós og Hörður? Nei, Sigga Ásta og Egill.

Skemmtinefndin útnefndi Zophonías sígunabarón kvöldsins og Unu sígunabarónessu. Þau svífa hér á brott, sæl með titilinn!

Söngflokkurinn Una (ath. þetta er ekki kvartett) steig enn og aftur á stokk og skemmti kórfélögum með ljúfum söng, íslenskum vorljóðum og tangó.

Síðari dráttur kvöldsins var einnig opnaður með mikilli danssýningu!

Þá var komið að skemmtiatriðum messuhópa. Hópur 3 setti á svið dramatíska túlkun sína á Prinsessunni á bauninni í tilefni 200 ára afmælis H. C. Andersen.

Í anda kvöldsins spáði Messuhópur 1 fyrir um framtíðina.

Miklar deilur spunnust um hvort Messuhópur 2 hefði verið með flottasta atriðið! Sverrir, ég er þér algjörlega ósammála!

Óumdeilt var þó að atriði Messuhóps 4, öðru nafni Flotti hópur, hefði verið sérstaklega glæsilegt og bráðfyndið. Hópurinn stóð fyrir verðlaunaafhendingu í ýmsum flokkum og hér sést Ingibjartur afhenda fyrstu verðlaun kvöldsins.

Þrátt fyrir að Hörður hafi verið tilnefndur fyrir lummubakstur, magálsskurð og rauðlauks chutney var það Erla Elín sem hlaut titilinn Matreiðslumaður ársins fyrir súkkulaðigerð á páskadagsmorgun!

Hrefna veitti verðlaun fyrir Sölumann ársins. Í þessum flokki var Halldór Hauksson tilnefndur fyrir að vera óþreytandi í að finna leiðir til að koma Passíudisknum út, Anna Lilja var tilnefnd fyrir gífurlega klósettpappírsölu fyrir austan fjall og auk þess var Hörður Áskelsson tilnefndur í þessum flokki. En það var Inga Rós sem hreppti verðlaunin fyrir að hafa selt fleiri geisladiska en nam gestafjölda á tónleikum kórsins í Orléans!

Zophonías kynnti verðlaun fyrir Sagnaþul ársins. Hörður var tilnefndur fyrir æskuminningar sínar frá Mýri ásamt sögum af Steinari ungum. Halldór var tilnefndur fyrir sögur af velgengni Passíunnar á erlendri grundu ...

... en það var Steinar sem vann fyrir söguna af hvítu Lödunni!

Gunnar veitti Gunnu verðlaun sem Einsöngvara ársins. Í þennan flokk voru margir kallaðir en fáir útvaldir. Sæberg var tilnefndnur fyrir túlkun sína á englinum á páskadagsmorgun og Halldís fyrir Maríu við sama tilefni. Hörður var tilnefndur fyrir blæbrigðaríkan og tilfinningaþrungin söng sinn á „Heilagur“ í hverri einustu messu síðustu áratugina. En staðfastur söngur Gunnu á öðru erindi í hinu fagra jólalagi „Hin fegursta rósin er fundin“, meðan aðrir kórfélagar sungu fyrsta erindið, færði henni þessi verðlaun!

Sjálf veitti ég verðlaun fyrir Veiðimann ársins. Hörður var tilnefndur fyrir laxinn í Hítarárós, Ingibjörg Alda var tilnefnd fyrir glæsileg tilþrif þegar hún veiddi ostinn upp úr pottinum í Skálholti ...

... en Una hreppti hnossið fyrir glæsilega veiði síðsta sumar þegar hún veiddi fugl ... nánar tiltekið Þröst!

Heiðrún útnefndi Þokkadís ársins. Tilnefningar í þessum flokki voru fjölmargar enda vanfundið annað eins samansafn af skvísum og í Mótettukórnum. Guðrún Hólmgeirs var tilnefnd fyrir glæsileg tilþrif á rauðu, háhæluðu lakkskónum í Versölum, Ingibjörg Alda fyrir að vera með 7 skópör í Parísarferðinni og Hrefna fyrir að þurfa að taka leigubíl hvert sem halda skyldi í París vegna glæsilegs en jafnframt óhentugs skófatnaðar. Auk þess var Hörður Áskelsson tilnefndur í þessum flokki. Eins og sjá má komu verðlaunin Guðrúnu í opna skjöldu og grét hún fögrum tárum að hætti sannra þokkadísa!

Að lokum voru veitt heiðursverðlaun í anda Harðar Áskelssonar. Við valið hafði dómnefndin til hliðsjónar að viðkomandi hefði óaðfinnanlega mætingu, stundvísi til stakrar prýði, einnig var lögð áhersla á einbeitingu á æfingum, ástundun og þátttöku. Það var enginn annar en Hörður Áskelsson sem hlaut heiðursverðlaunin að þessu sinni!!!

        

Og loks steig hljómsveitin Bardukha á stokk. Halldís og Stefán tóku fyrsta dans kvöldsins af miklum glæsibrag og í sönnum anda þemans. Hér sjást þau sveiflast hring eftir hring, böðuð ljóma, meðan aðrir gestir nutu sýningarinnar.

Hiti, sviti og suðræn sveifla ríkti á dansgólfinu fram á rauða nótt.

Við Sverrir í trylltri sveiflu kringum súluna.

Bjarney Ingibjörg, Egill og Hlaðvarpadraugurinn á sveimi fyrir ofan þau.

Stemmningin var hreint og beint mögnuð! Takið sérstaklega eftir hvað Guðrún, Egill og Ása eru samstillt í dansinum.

Zophonías og Ingibjörg Alda í sveiflu.

Með Ásu í maganum!!! Melanie og dansherra hennar slógu í gegn á gólfinu og það voru ófáir kórfélagar sem ákváðu að skella sér í danstíma eftir að hafa fylgst með tilþrifum þeirra! Alla vega ég!

Og þannig lauk síðasta kvöldi Hlaðvarpans! Ekki amaleg endalok það!