Síðustu maímyndirnar

Örfáar myndir frá síðustu dögum maímánaðar.

Hér sitja systkinin að snæðingi í sunnudagshádegi meðan mamman lá fárveik inni í rúmi. María hefur alltaf jafnmikið uppáhald á þessari prjónaklukku af móður sinni og vill gjarnan klæðast henni heimavið.

Hugi hefur líka meiningar um það hvernig hann er klæddur ... hver segir að það sé ekki smart að fara í heklað dúkkuvesti og setja upp skelfilegu Voodoo Black Magic húfuna?!!!

Lítill krúttkarl fékk sér blund í hvíta stólnum, í heldur óþægilegri stellingu! Honum virtist samt líða ósköp vel og svaf eins og steinn án þess að nokkur möguleiki væri að vekja hann!

Sunnudaginn 29. maí hélt amma á Sóló upp á 75 ára afmælið sitt. Öll stórfjölskyldan brunaði austur fyrir fjall og átti notalega hádegisstund á Hafinu bláa við Eyrarbakka. Hér erum við mæðginin að bíða eftir matnum.

Mæðginin Jódís og Hrappur voru nýkomin úr mikilli Svíþjóðarreisu og höfðu því frá mörgu að segja.

Frændurnir Elli og Hugi eitthvað að glensa og grína!

Eftir matinn skellti Elli sér niður í fjöru með börnin þrjú, Hrapp, Maríu og Huga.

Hugi eitthvað að bauka í fjörunni. Hann spurði reyndar látlaust um Bakkastaði enda vanur því að þeir séu einhvers staðar nærri þegar farið er í fjöruferðir!

Þetta er strákurinn sem starir á hafið.

María kastar sandi ...

... og tekur glæsilegt stökk!

Við mæðgurnar.

Pála sæta rúsínubolla var heldur betur hrifin af Ella frænda (sem er líka sæt rúsínubolla)!

Ragnheiður frænka.

Eftir Hafið bláa var kíkt í bústaðinn til ömmu. Það hafði með herkjum tekist að neyða Huga til að sleppa því að vera með jólasveinahúfuna inni á veitingastaðnum en eftir að komið var í bílinn aftur var ekki viðlit að fá hann til að taka hana niður. Hann sofnaði svo að sjálfsögðu á leiðinni og var gríðarlegt krútt ... okkur hinum til ómældrar gleði!