Septembersvipmyndir

Það hefur verið nóg að gera hjá Bárugötubúum það sem af er mánuðinum eins og þessar myndir bera með sér.

Þann 1. september brugðu systkinin og pabbinn sér í dagsferð í sveitina til afa. Þar var haust í lofti og bæði kalt og hvasst. María og Hugi létu sig þó hafa það að fara í stutta gönguferð um landið og komu meðal annars við í hlíðinni og tíndu sér rabbarbara (úr hverjum ritarinn bakaði ljúffenga rabbarbaraköku sem hann gæðir sér  einmitt á ylvolgri þegar þessi orð eru skrifuð!).

Hugi býr sig undir að gleypa lítinn rabbarbara í heilu lagi!

Hann er nú dálítið súr ... Hugi lætur það þó ekkert á sig fá!!!

Fallegt útsýni úr hlíðinni yfir fjörðinn.

Setið í grasinu og rætt um landsins gagn og nauðsynjar.

María brosir sínu blíðasta, Hugi grenjar!

Hólar í Reykhólasveit, húsið hans afa.

 

Þessar eru teknar nokkrum dögum seinna heima á Bárugötu. Hugi rólar af kappi í aparólunni og orðið haustlegt um að litast undir stóra birkitrénu.

 

María sat hins vegar á tröppunum og las í bók.

Fyrir skemmstu var haldið í sérstakan leiðangur til að taka nýjar myndir á forsíðuna. Þá var þessum smellt af krúttunum í leiðinni!

María alvarleg, Hugi kátur.

Hugi var ákfalega hrifinn af þessum fallegu laufblöðum ... eins og sjá má.

Sæt og kát og krúttleg og góð og fyndin og frábær!

Huga fannst brjálæðislega fyndið að draga húfuna niður fyrir augu ... okkur hinum fannst þetta reyndar dálítið skondið líka og María skellihló!