Septembermyndir

 

Hér eru krílin að aðstoða pabba sinn að búa um rúmið. María er komin í sparifötin enda á leið á frumsýningu á Línu innan skamms!

Það gengur alveg óstjórnlega illa að ná Huga á mynd! Það er náttúrulega óttalegt fjör að fá að hoppa í rúminu þegar svona stendur á! Það tókst þó að smella þessari af honum!

Hoppi hoppi hopp!

María sjáðu! Mamma er að taka mynd af okkur!

15. september 2003 og unginn flýgur úr hreiðrinu í fyrsta sinn! Hugi byrjaði í aðlögun á Drafnarborg í morgun. Honum leist nú vel á sig enda oft komið þangað áður til að hitta Maríu stóru systur. Við fórum nú bara í stutta heimsókn í dag, Hugi skoðaði dótið og fékk svo að fara út að leika með krökkunum. Mamman var svolítið lítil í sér að senda drenginn út í hinn stóra heim og smellti nokkrum myndum af honum áður en lagt var af stað! Verður þetta ekki sætasti leikskólastrákurinn?

„Sidda, hæ!“

Öll myndataka nefnist einu orði „hæ“ á Huga máli enda hrópar ljósmyndarinn gjarnan „hæ“ þegar hann reynir að fá Huga til að líta í linsuna. Þarna stakk Hugi sem sagt sjálfur upp á að hann sæti í stólnum meðan mamma gerði „hæ“!

Verðandi leikskólastrákur.

„Sá hæ“!

Svo er heimtað að fá að sjá „hæ“ í glugganum á stafrænu myndavélinni!

Amma á Bakkastöðum bauð í indæla hauststeik í hádeginu þann 21. september. Við á Bárugötunni létum okkur sko ekki vanta þangað og sáum til þess að Jódís og Hrappur væru boðin líka! Við nutum þess að vera saman í hlýjunni meðan vindurinn gnauðaði fyrir utan. Maturinn var heldur ekki af verri endanum! María, Hugi og Hrappur fengu ís í eftirrétt og fannst það sko ekki leiðinlegt!

Og Hugi líka.

María prinsessa.

Frændurnir leika saman. Hér er Hugi kominn ofan í dótakörfuna og þeir Hrappur sennilega að undirbúa einhver spellvirki!

Hrappur og María að leika!