Septemberdagbók 2010

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

14. september 2010

Nýjungar

Lífið hér á Konsulentvägen hefur boðið upp á ýmsar nýjungar að undanförnu. Fyrir það fyrsta eru María og Hugi byrjuð aftur í skólanum og María meira að segja komin upp á milliskólastigið. Í öðru lagi er Einar farinn aftur að vinna eftir sitt langa feðraorlof og við Baldur Tumi erum því meira og minna ein í kotinu alla daga. Þó ekki alveg nógu ein því enn ein nýjungin er að við ákváðum að ráðast í stórframkvæmdir á baðherberginu á efri hæðinni og því hafa iðnaðarmenn verið hér á sveimi inn og út undanfarinn mánuð. Baðherbergisframkvæmdirnar væru út af fyrir sig efni í epískt söguljóð en ég ætla að láta vera að semja slíkt enda nægir að birta bara eitt gott „Fyrir og eftir“ albúm þegar þessu er lokið.

Nú svo er ég loks búin að setja inn tvö ný myndaalbúm:

Á Skansen

Sýslað í sumarlok

Og neðst í seinna albúminu leynist meira að segja smá nýjung hér á Okkar síðu.

Ætla svo ekki örugglega allir að vera duglegir að skrifa komment?!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar