Páskar og páskafrí

á Konsulentvägen árið 2010

María skellti sér í páskanorna leiðangur með Tuvu vinkonu sinni á skírdag. Þær komu heim hlaðnar sælgæti og sérdeilis kátar!

Góssinu skipt heima í stofu.

Páskadagsmorgunn á Konsulentvägen og hátíðarmorgunverður í bígerð.

Eggjakertin góðu eru orðin ómissandi hluti af páskaborðinu.

Fjölskyldan samankomin við borðið ...

... líka Baldur Tumi ...

... sem fékk þó ekki að bragða á heimagerðu frönsku súkkulaðibrauðunum.

Elsku litli Tuminn var orðinn svo þreyttur í kringum hádegið að hann sofnaði í miðri máltíð ... lét það þó ekki stoppa sig í að halda áfram að borða!

Hann varð þó á endanum að játa sig sigraðan!

Baldur Tumi vaknaður á ný og situr fyrir með Huga bróður í sparifötunum.

Þrátt fyrir blundinn er ekki laust við að eilítillar skapvonsku gæti hjá drengnum!

Í hádegisverð hafði Einar bakað dásamlegt ítalskt ólífu- og parmesanbrauð sem við borðuðum með góðum ostum.

Við þetta tilefni var vígðum við smjörhnífinn sem María hafði gert alveg sjálf í smíðum í skólanum. Allir foreldrar í Svíþjóð eiga smjörhnífa eftir börnin sín, yfirleitt allnokkur stykki!

Baldur Tumi fékk líka brauð en virtist enn dálítið þreyttur þrátt fyrir blundinn. Það er kannski ekki svo sniðug hugmynd að fara á fætur klukkan 5 eftir allt saman?!

Gönguferð á páskadag og búið að breyta vagninum hans Baldurs Tuma í kerru. Hann náði þó lítið að njóta þess að geta setið almennilega uppi og horft út þar sem hann var sofnaður áður en komið var út fyrir garðshliðið!

Mæðgur með heimaprjónaðar húfur (alveg til vandræða hvað ég er alltaf sein með þessi handavinnualbúm og þið því alltaf búin að sjá öll verkefnin í öðrum albúmum áður).

Stór en alvarlegur strákur í páskasól.

    

María hálf-afmælisbarn (hún fæddist á páskadegi) leikur við litla bróður.

Tryllingslega sæt systkini!

Ótrúlegt að það séu 10 páskar liðnir með þessari stóru stúlku!

Vöfflukaffi á öðrum degi páska.

Einar bakaði belgískar vöfflur sem slógu í gegn. Eini gallinn er að þær eru svo góðar að maður borðar þangað til maður fær illt í magann.

Zorro!

Krókusar undir eldhúsglugga.

María tekur vorstökk í garðinum.

Þrátt fyrir að enn væri ekki allur snjór horfinn voru fiðrildin komin á kreik. Ótrúlegir gleðigjafar eftir óendanlega langan og harðan vetur.

Gönguferð á annan. Ég sé annars að María er með einhverja svona myndastæla á annarri hverr mynd að undanförnu, hlýtur að vera mikið þroskamerki!

Mæðgur - húfulausar í þetta skiptið!

Hugi með klakamola á skógarstíg enda nóg eftir af snjó á skuggsælum stöðum.

Hann er ekkert að gefast upp á rólunum þessi.

Maríu ber við himin ...

... áður en hún steypir sér á hvolf.

Hundakúnstir á hvolfi.

Hugi og María þykjast vera litlubörn og finnst þau frábærlega fyndin!

Við kærustuparið í klassískri uppstillingu, ekki alveg nógu fyndin!

Tveir vinir og annar á hvolfi.

María, Hugi og við hin sendum (mjög afar) síðbúnar páskakveðjur til ykkar allra!