Páskar 2012

Páskadagsmorgunn rann upp bjartur og fagur.

Við höfðum ekki nennt að mála ný egg þetta árið svo ég notaðist bara við þau frá því í fyrra. Og raunar var allt með sama hætti og þá, cappucino-eggin og alls konar, en glöggir lesendur sjá þó að þriggja hæða kökufatið sem var á afmælisóskalistanum mínum hefur bæst við! Það var mamma mín sem var svo góð að færa mér það í afmælisgjöf! Mamma er að verða alveg rosalegur musselmalet-enabler!

Ég hafði keypt þessa fallegu ranaculusa á Hötorget í Stokkhólmi deginum áður. Ég er alltaf dálítið seint á ferðinni þegar ég fer í höfuðborgarferðir og þar af leiðandi mæti ég yfirleitt alltaf á Hötorget í sömu mund og blómsalarnir eru farnir að undirbúa lokun og selja allar restar á spottprís. Mig minnir að ég hafi borgað 50 kall fyrir tvö búnt af ranaculus!

Ég elska blóm sem eru svona út um allt!

Súkkulaðikrossantarnir komnir á borðið. Ég man ekki hvort ég ar búin að birta mynd af þessu fati einhvern tímann, þetta er sem sagt það eina sem ég á með heilli blúndu. Ég sá sambærilegt fat í búð um daginn, þ.e.a.s. það var nokkurn veginn jafnstórt og svona heilblúndu musselmalet, og það kostaði 5700 sænskar krónur!!! Ég fékk mitt notað en í fullkomnu ásigkomulagi á 500 kall.

Fjölskyldan við morgunverðarborðið.

Sumir voru í fýlu ...

... en sem betur fer ekki lengi!

Eftir morgunverðinn var páskaeggjaleitin næst á dagskrá.

Þarna var það!

Allir búnir að finna sín egg og tilbúnir að horfa á Lukku Láka en það er áralöng hefð hjá Maríu og Huga að horfa á þann dvd disk á páskadegi og aðeins þá! Ég held þeim finnist hann ekkert skemmtilegur en hefð er hefð!

Seinna sama dag var Baldur Tumi að kúra á sænginni sinni ...

... eða næla sér í konfektmola meðan María velti sér í gólfinu og Einar las um meinlæti og boraði í nefið. Rólegheitadagur sem sagt.

Við hjónaleysin og stóru börnin fengum okkur notalegan hádegisverð meðan minnsti maðurinn svaf.

         

Litla rúsínan vöknuð.

Einar undirbjó matinn og vildi að ég smakkaði sósuna.

         

Það er ævintýralega spennandi að reyna að ná fínum myndum af svona fjörkálfi. Maður tekur kannski 200 og er heppinn ef tvær eru fínar!

Stóra systir er hins vegar, og hefur alltaf verið, ákaflega þægileg fyrirsæta.

         

Glöð systkin í sófakúri.

Stóran og litlinn.

Borð dúkað með musselmalet er auðvitað old news á þessari síðu en ég get bara ekki hætt! (Hmmm dúkar maður með leirtaui eða bara dúk? Og getur maður kallað borð dúkað þótt það sé enginn dúkur?)

Fjölskyldan á Konsulentvägen 2B vonar að þið hafið líka átt gleðilega páska!