Októberhelgi

Föstudaginn 22. október skelltum við fjölskyldan okkur í smá göngutúr eftir að Einar  var búinn í vinnunni og María og Hugi höfðu verið heimt af leikskólanum.

Allir fjölskyldumeðlimir hafa jafngaman af að ösla í gegnum laufin sem safnast hafa fyrir á götunum. Oftast þarf að fara nokkrar ferðir fram og til baka ef hrúgan er sérlega stór og girnileg til vaðs!

Já, öll laufin eru fallin á jörðina en reyniberin lafa enn!

Förinni var heitið niður að tjörn og Hugi fékk sér sæti á einum bekknum og virti fyrir sér útsýnið.

Koss frá pabba!

María fylgdist spennt með lífinu á tjörninni ...

... kannski hefur hún einmitt verið að skoða þennan stegg.

Hugi var voða þreyttur og gerði tilraun til að leggja sig á bekknum.

 Húfan hans Einars nýtur athygli hvarvetna, misjákvæðrar þó! Einu sinni þegar vorum við á gangi að næturlagi í miðborginni og Einar bar húfuna góðu, mættum við nokkrum kátum köllum. Rétt í þann mund sem við göngum framhjá þeim segir einn við félaga sína: Hann ber sig nú bara nokkuð vel þessi ... þó hann sé með heila íbúð á hausnum!!! Okkur þótti þetta rosafyndið og húfan bara enn betri fyrir vikið ... enda jólagjöf frá mér frá fyrstu jólunum okkar saman!

Við enduðum ferðalagið svo í Iðu þar sem heitt súkkulaði var drukkið með bestu lyst!

María skvísa ... alltaf tilbúin með fyrirsætusvipinn!

Á laugardeginum var Hugi orðinn lasinn og engar skemmtiferðir farnar þann daginn. Enda sýnist mér að höfuð heimilisins hefði enga orku haft í slíkt!

Systkinin skemmtu sér því við bókalestur saman.

Reyndar gætti nokkurs misskilnings hjá Huga þegar hann átti að benda á myndirnar og nafngreina þar menn og dýr! Það stóð aldrei á svörum og ef hann vissi ekki hvað á var bent svaraði hann samt: Brækur!

Góða helgi!!!