Októberdagbók

                                                                                                                     2012

                   

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

Fimmtudagurinn 18. október 2012

Ég er hér enn ...

þótt lítið heyrist frá mér og kommentakerfið sé horfið. Og ég held ég verði hér áfram um sinn. Ég var reyndar aldrei að hugsa um að leggja alveg niður heldur kannski meira að skipta um vettvang, færa mig í eitthvað kerfi sem hugsar fyrir mig þannig að ég þurfi ekki að minnka hverja einustu mynd sem ég set inn handvirkt eða pikka sjálf inn kóða fyrir kommentakerfi. Kannski einhvern stað þar sem ég gæti jafnvel uppfært í gegnum hvaða tölvu sem er nú eða þá símann minn, tengt við Instagram og Facebook og alls konar svona sem er mikið tekið hjá unga fólkinu. Kannski ég yrði duglegri að uppfæra þá? En ég ætla sem sagt að leggja svoleiðis pælingar til hliðar í bili þar sem ég er að reyna að einbeita mér að ritgerðinni minni akkúrat núna. Sit á heilsugæslustöðinni hans Einars og reyni að berja mig áfram til að geta skilað fyrsta kaflanum 29. október. Gúlp! Ég setti samt inn nokkrar myndir:

Gestir og grillaðir sykurpúðar

Kommentakerfið er sem sagt búið spil en gestabókin er alltaf á sínum stað og tekur bæði við góðum ritgerðarstraumum og kvörtunum vegna glataðrar frammistöðu sem ritstjóri Okkar síðu!

 

Forsíða     Um okkur     Mín síða     Myndirnar okkar     Hafðu samband     Gestabókin okkar