Hugi nýfæddur

Hugi Einarsson kom í þennan heim í gegnum gat á maganum á mömmu sinni þann 7. janúar 2002 klukkan 10:02. Hann var stór og stæðilegur, tæpar 18 merkur og 54 cm, og alveg óendanlega fallegur!

 

 

Þetta eru fyrstu myndirnar af prinsinum. Hér er hann öskureiður einn í hitakassanum! Öll börn sem tekin eru með keisara á Landspítalanum eru undir eftirliti í hitakassa fyrstu tvo tímana eða svo. Þarna er Hugi svona 20 mínútna gamall!

Heimurinn skoðaður ... en bara með öðru auga þó!!!

Hann var nú strax voða líkur sér!

Og þarna erum við mæðginin sameinuð á ný eftir skamma dvöl í hitakassa og á vöknun! Takið sérstaklega eftir eyrnasneplinum sem flest út á öxlinni á Huga!!!

Hann er nú óendanlega mikið krútt þarna! Og ef ég lít út fyrir að vera alveg alsæl þá er það bæði vegna þess að ég var það en ekki síður þar sem ég var á ansi hreint sterkum verkjalyfjum og var svo „afslöppuð“ að ég sofnaði bara í miðjum heimsóknum þennan fyrsta dag!!!

María kom strax að kíkja á litla bróður og leist  voða vel á hann ... þangað til hann fór að gráta, þá varð hún svo hrædd að hún grét hástöfum honum til samlætis!

Kominn heim og ofan í fyrsta baðið!

Ropstaða hjá pabba!

Mæðginin á leið út í fyrstu ferðina í vagninum!