Nóvemberdagbók

                                                                                2010

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

28. nóvember 2010

Og sjá ég boða yður mikinn fögnuð ...

heimasíðan er komin í lag!!!

Ég vona að hér með ljúki hrakfallasögu þessarar heimasíðu og hennar bíði ný og farsæl framtíð á www.okkarsida.net. Hér er nóg pláss fyrir litlu síðuna mína og allar þær myndir sem mig kynni að langa að setja inn í framtíðinni, fermingarmyndir Baldurs Tuma, útskrift Huga og brúðkaup Maríu! En þar sem ég er enn að læra á nýja tækni og búin að eiga í dálitlu basli með þetta allt saman getur meira en verið að hitt og þetta virki ekki eins og það á að virka. Ef þið rekist á eitthvað slíkt þá látið þig mig vita. Ekkert af þessu hefði hins vegar tekist ef ekki hefði verið fyrir netsnillinginn og svilkonu mína hana Rósu Mundu sem rétti mér hjálparhönd yfir Eyrarsundið og leiddi mig í gegnum þetta allt saman. Takk Rósa Munda!!!

Áður en Islandia skellti í lás var ég búin að setja inn tvö albúm sem mér tókst aldrei að birta. Svo þau fari nú ekki fram hjá ykkur endurbirti ég þau hér:

Á Skansen

Sýslað í sumarlok

Að sjálfsögðu eru svo september-, október- og nóvembermyndir væntanlegar. Þeim sem eru forvitnir að vita hvort við höfum nokkuð breyst undanfarna mánuði bendi ég á mannlega aðventukransinn á forsíðunni! Myndirnar af hefðbundna aðventukransinum koma á næstu dögum en ég get frætt ykkur um það að þemað í ár var ævintýraskógur!

Kommentakerfið er enn allt í klessu en á að komast í lag í næstu viku (sjö, níu, þrettán ...). Mætti ég bjóða ykkur að fagna með mér í gestabókinni í staðinn?!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar