Nokkrar marsmyndir

Bara nokkrar myndir frá síđustu dögum! Einhverjir eru kannski alveg búnir ađ gleyma hvernig María og Hugi líta út?!!!

 

Freyja og fjölskylda komu í heimsókn til okkar í vikunni sem leiđ og áttum viđ saman notalega kvöldstund. Ţegar kom ađ ţví ađ svćfa Bárugötuliđiđ fékk Ránargötudaman ađ vera međ! Freyja hafđi af ţessu hina mestu skemmtun og ekki fannst Maríu og Huga síđra ađ fá ađ hafa hana međ sér í kvöldlestrinum. Einar tćki sig bara nokkuđ vel út sem ţriggja barna fađir, er ţađ ekki?

Einar og dömurnar lásu bókina um Litla lögreglubílinn en Hugi var sóló og las sína uppáhaldsbók ţessa dagana, Mamma ertu niđri í kjallara! Bókin heitir raunar Jói fer í feluleik en Huga ţykir hitt flottara enda vísar ţađ í dramatískan hápunkt bókarinnar! Eins og sjá má er bókin lesin međ tilţrifum.

Laugardagurinn 19. mars rann upp bjartur og fagur. Heimilisfađirinn í vinnu og mamma ţví eftirlátssöm og gaf sleikjó!

María fékk ţessa ćgilega fínu kórónu daginn áđur og nú hefur hún allra mestan áhuga á ađ vita hvort prinsessur sofi međ kórónurnar sínar eđa ekki! Hugi segir frá međ tilţrifum ... eins og honum er lagiđ!

Nóvemberkaktustinn minn stendur í blóma um ţessar mundir. Hann blómstrar vanalega rétt fyrir jól og rétt fyrir páska. Ţar sem hann var glćnýr fyrir síđustu jól komu engir knúmpar á hann ţá en núna kom hann mér á óvaart og er í banastuđi!

Hér er hann í öllu sínu veldi. Myndirnar hér ađ ofan eru sem sagt teknar undir blómin ţannig ađ myndavélin vísar beint upp í loft. Voruđ ţiđ ekki öll einmitt ađ spá í hvernig hún sneri á ţessum myndum?!

Ađ lokum verđ ég ađ sýna ykkur gjöfina sem beiđ mín ţegar ég kom heim úr ćfingabúđunum fyrr í mánuđinum! Einar var ţá búinn ađ kaupa handa mér ţessa dásamlega sumarlegu tösku ... og ég hafđi bara ţurft ađ suđa í örfáa daga!!! Hann er svo yndislegur, ţessi elska ... síđustu gjafir sem ég fékk frá honum voru tvenns konar rafmagnssnúrur ... og núna ţetta!!!