Nokkrar júlímyndir

Og hér koma nokkrar myndir frá júlímánuði sem var álíka vætusamur ... og þó!

Snemma í mánuðinum fórum við í lautarferð í Grasagarðinn. Tilgangurinn var að taka nýjar myndir á forsíðu þessarar heimasíðu og afraksturinn hafið þið væntanlega séð fyrir löngu. Við ákváðum hins vegar að taka með okkur nesti og svaladrykki líka og tylla okkur á góðan stað og njóta þess að ekki hafði komið dropi úr lofti í eins og 12 klukkustundir! Eitthvað fannst Huga augljóslega missir að dropunum og byrjaði þessa huggulegu ferð á að pissa út í runna!

María byrjaði ferðina hins vegar á að klína hundaskít í kjólinn sinn! Fljótlega komumst við að því að það er ekki mjög ákjósanlegt að fara í lautarferðir þegar ringt hefur stanslaust í mánuð því allir grasbalar voru svo gegnsósa að ekki var hægt að ganga yfir þá nema sökkva í drullu upp að ökklum. Við héldum okkur því á stígum og bekkjum það sem eftir lifði ferðar!

Einar, Hugi og María gæða sér á nestinu kát með þetta allt þrátt fyrir hundaskít og drullu!

   

María upp með hendur ... Hugi upp með hendur ... en Einar bara borðar brauð!

Hún er sæt þessi sumarstelpa!

Hugi gæðir sér á samlokunni!

Einar fær sér kókómjólk ... þekkið þið einhvern sem getur hrukkað ennið svona mikið?!

Mæðgurnar gæða sér á ljúffengum kirsuberjum!

Sjálfsmynd!

Upp úr miðjum mánuðinum var hafist handa við að pakka á Bárugötunni. Hér eru feðgarnir önnum kafnir í eldhúsinu, annar að raða í kassa en hinn að elda grjónagraut!

  

Hugi hefur erft eldamennskuáhuga föður síns og hefur mikið gaman af að elda grjónagraut. Hann þiggur þó örlitla aðstoð frá foreldrunum ... með semingi reyndar!

Meðan foreldrarnir pökkuðu léku María og Hugi sér úti. Það þótti mikið sport þegar pabbi tjaldaði tjaldinu sínu í garðinum sem umbreyttist í einu vetfangi í leikkofa! Huga þykir líka sérdeilis skemmtilegt að príla í handriðinu þótt það kosti byltur og blóðugar varir reglulega!

  

Maríu þykir alltaf jafngaman að róla!

Þegar pökkun á Bárugötu hófst fyrir alvöru fluttum við á Bakkastaði enda varð fljótlega ólíft í húsinu. Á Bakkastöðum var vel tekið á móti okkur eins og alltaf og systkinunum þótti ekki amalegt að vera í heimsókn hjá ömmu ALLTAF. Ekki var verra þegar sólin fór loksins að skína og María og Hugi gátu dundað sér úti í móa allan liðlangan daginn.

Ótrúlega sæt og góð systkin með Esjuna í baksýn og sólina í augum!

Ábúðarfullur með hendur í vösum!

Sóleyjar eru í miklu uppáhaldi hjá Huga en hann telur að nafnið sé tilkomið vegna þess að þær séu sólargeislar sem lent hafi á jörðinni!

Maríu þykir gaman að tína litla vendi og fá að setja í vasa á borðstofuborðið hennar ömmu.

Huga finnst gott að sitja einn úti á hól, horfa út á sjóinn og spjalla við sjálfan sig um heima og geima!

Mamma nær samt að laða fram smá bros!

Síðustu dagarnir okkar á Íslandi hafa svo sannarlega verið fallegir! Við erum strax farin að sjá land og þjóð með öðrum augum og erum þó ekki einu sinni lögð af stað til útlandsins!!!