Nokkrar aprílmyndir

Þessa lilju keypti ég daginn áður en ég fór til Hollands. Þá var bara eitt blóm sprungið út og ég lofaði fjölskyldunni að snúa aftur áður en hún væri öll búin að blómstra.

Það gekk eftir, síðasta liljan opnaði sig daginn eftir heimkomuna!

María og Hugi við notalegt morgunverðarborð eftir að búið var að keyra pabba í vinnuna og koma við í bakarínu einn sunnudagsmorguninn í apríl.

Þetta er alltaf jafnsætt og alltaf finnst okkur foreldrunum að við verðum að taka mynd af því þegar börnin skríða hvort upp í til annars og sofna þannig!

Fyndin mynd! Einar útbýr fyrirlestur í tölvunni og horfir á sjónvarpið. Bjartur kúrir hjá húsmóðurinni og fylgist náið með henni taka myndir.

Þann 24. apríl, daginn eftir afmælisdag Maríu, fór Einar með krakkana í Öskjuhlíð meðan mamman söng í messu. Vorveðrið var eins og það gerist fegurst, sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni!

María skemmti sér konunglega ...

... og Hugi líka!

Systkinin saman.

María með Huga húfu ...

og Hugi með hina svo kölluðu Madditar húfu sem María á. Mér finnst hann alveg eins og einhver trillukarl!

En obbossí ... hvað eru krókódílastígvélin að gera þarna á steininum?

Eftir Öskjuhlíðarferðina var komið að því að taka út afmælisgjöfina frá Silju stórvinkonu fjölskyldunnar. Hún hafði boðið Maríu á Klaufar og kóngsdætur í Þjóðleikhúsinu og fékk Hugi að fara með ásamt ömmu Imbu. Þar sem Silja er ekki á landinu var það Borgar, faðir hennar, sem var hennar fulltrúi í leikhúsinu. Þarna eru þau öll í tröppunum að leggja af stað.