Mömmudagar

Eftir að fjölskyldufaðirinn sneri aftur til vinnu eftir notalegt sumarfrí hefur þeim dögum aftur fjölgað þar sem mamman er ein með börnin sín. Meðan pabbi gifsar brotna fætur, barkaþræðir, mænustingur og þeysir um á sjúkrabílnum eigum við þrjú náðugar stundir heima við!

Hér eru María og Hugi „prúðbúin“ á leið í afmæli til Þórunnar móðursystur.

María prinsessa íbyggin á svip, sennilega að plotta árás á Huga dreka sem stendur algjörlega grunlaus við hlið hennar!

Nú þegar stöðugt er barist fyrir jafnrétti kynjanna er auðvitað ekkert annað en sjálfsagt að prinsessan sjái sjálf um að stúta drekanum!!!

Þriggja ára, fjögurra ára og fimm ára!!! Um daginn fengum við Björtu í heimsókn. Þær vinkonurnar eru farnar að hafa það fyrir sið að skella sér í prinsessukjóla þegar þær leika saman og setja upp kórónur, töfrasprota og aðra fylgihluti. Í þetta sinn var Hugi dreginn með í leikinn! Síðan er strollað um með barnavagna og -kerrur, stússast með dúkkur og boðið upp á kaffi og meðlæti í dúkkukróknum.

Hugi er alveg sjúkur í rifsber og er strax farin að laumast í runna nágrannans þó berin séu tæplega fullþroskuð. Rauð eða græn ... það skiptir hann engu!

Maríu finnst berin hins vegar súr!

Hugi mun sjálfsagt láta hressilega til sín taka þegar sólber og rifsber verða tínd á næstu dögum og sultur soðnar.

En það er ekki bara pabbi sem er farinn aftur til hefðbundinna starfa eftir sumarfrí. Systkinin eru að sjálfsögðu líka byrjuð aftur á Drafnarborg og lífið því komið í fastar skorður. Allt eins og það var, fyrir utan eina breytingu því nú er Hugi byrjaður á „stóru deildinni“.

Og hér er stóri strákurinn, Hugi Einarsson!

Kóngulóin í kjallaraglugganum vekur alltaf jafnmikla athygli!

Sumarskvísa!

Prílað og klifrað.

Senn líður að hausti og ákveðið var að reyna að galla börnin upp enda tekst þeim yfirleitt að vaxa upp úr öllu í sumarfríinu! Hér eru þau fín og sæt í nýju fötunum að horfa á Shrek 2!

    

Maríu finnst alltaf jafnspennandi að hlusta á tónlist í heyrnartólunum ... og mér finnst hún alltaf jafnmikið krútt svona „eyrnastór“!

Litað og teiknað af mikilli einbeitingu!

    

Skærin sem Hugi er með eru svona lítil, algjörlega bitlaus skæri úr plasti sem eru ætluð til að klippa leir. Honum finnst gaman að leika með þau og allra skemmtilegast er að þykjast klippa mömmu. Mömmunni finnst það líka skemmtilegt enda notalegt að láta fikta í hárinu á sér! Svo fær hún líka ís í verðlaun fyrir að vera svona dugleg! Við óttumst hins vegar afleiðingarnar ef hann kemst einhvern tíma í alvöru skæri og byrjar sama leik!!!

Röndótt systkin á leið inn í haustið!

Og að lokum tvær myndir af þessum fallegu ágústrósum!

Blómamyndirnar ... alltaf jafnvinsælar!