Matteusarpassía

Eftir fyrri tónleika Matteusarpassíunnar var flytjendum haldin veisla í Ými þar sem boðið var upp á lamb, berjafroðu og menningarlegt rauðvín. Því miður (eða kannski sem betur fer) var of skemmtilegt til að ég gæti einbeitt mér að því að taka myndir en hér eru þær örfáu sem náðust í fókus!

Kristín og Ása Lind spenntar fyrir fyrri tónleikana!

Hitað upp og spennan í algleymi!

Gunna og allir hinir grislingarnir!

Í Ými að tónleikum loknum. Lengst til vinstri glittir í framkvæmdastjórann að halda ræðu og allir hinir hlusta af athygli.

Sverrir og Sigga Ásta höfðu greinilega um eitt og annað að spjalla.

Hrefna býr sig undir að útdeila geisladiskum og Kristínu finnst það svona líka fyndið!

Hin verðandi móðir hlær við hinum verðandi eiginmanni sínum!

Una og Þröstur ... dálítið úr fókus en samt sæt!

Guðspjallamaðurinn Brutscher, Blaze í baksýn.

Altar ræðast við.

Þrjár ógeðslega frægar! Innan skamms mun nánast alveg eins mynd af okkur Kristínu og Evu birtast af í einhverju blaðanna ... fylgist með!!!

Blute nur!!!!

Hljómsveitinni fannst gaman í veislunni!

Gamlir Schola Cantorum félagar mættu til að bjarga fámennum Mótettukór frá glötun!

 Óbóleikarinn Diego sendir sms ... í veislunni eftir síðari tónleikana tókst mér einmitt að bjóðast til að syngja í brúðkaupi hans ... sem sennilega er ekki einu sinni á dagskrá!

Fiðluleikari og fleiri í stuði!

Nokkrar sætar úr Mótó!