María í Mariefred

Og við hin fengum að fylgja með

Þann 23. maí hélt María ræðu á verðlaunaathöfn World's Children's Prize í Gripsholms slott í Mariefred. Samtökin tilnefna árlega þrjá aðila sem þykja hafa unnið sérstaklega gott starf í þágu réttinda barna og svo kjósa börn út um allan heim hver þeir telja að sé best að viðurkenningunni kominn. Kennarinn hennar Maríu hefur starfað mikið með þessum samtökum og fundið frábærar leiðir til að vinna með þetta efni í öllum kennslugreinum. Í gegnum hana var Maríu boðið að vera í svo kallaðri Youth Advisory Board fyrir World's Children's Prize og snemma vors var hún líka beðin um að skrifa og flytja ræðu á ensku sem fulltrúi þeirra milljóna barna sem kusu í þessum kosningum árið 2012. Við þurftum að vera komin til Mariefred, sem er í rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá okkur, fyrir klukkan átta um morguninn svo María gæti verið með á generalprufunni. Einar fylgdi henni þangað en við strákarnir eyddum morgninum á rölti í kringum höllina og nutum þessa ótrúlega fallega staðar.

Útsýnið yfir Mälaren var dásamlegt og Hugi sagðist vel skilja hvers vegna bærinn héti einmitt MarieFRED. Kyrrðin var líka ótrúleg svona snemma að morgni og veðrið svo fallegt.

Hugi með Gripsholms slott í baksýn. Ég var dálítið stressuð og spennt að heyra hvernig Maríu hefði gengið á æfingunni en friðurinn í hallargarðinum, toppskarfurinn sem synti á vatninu og strákarnir mínir tveir gerðu það að verkum að ég gleymdi mér eiginlega alveg.

Baldur Tumi með morgunsólina í bakið. Honum fannst þetta frábært ferðalag og var auðvitað algjörlega ómeðvitaður um það þrekvirki sem stóra systir hans var að vinna!

Við Hugi létum okkur dreyma um að eiga hús þarna hinum meginn við vatnið og geta byrjað sumarmorgnana á að fara út á bát að dorga eins og við sáum einmitt einn mann gera.

Hallarendurnar voru mjög spakar, Baldri Tuma til mikillar ánægju.

Við þurftum að fara á fætur um fimmleytið þennan morgun svo það gafst ekki mikill tími til að undirbúa ferðalagið þá en kvöldið áður hafði Einar verið svo forsjáll að baka snúða og við strákarnir slógum því upp pikknikki á meðan á æfingunni stóð.

Gripsholms slott er í eigu konungsfjölskyldunnar og er vinsæll ferðamannastaður enda höllin glæsileg og stendur ákaflega fallega.

Þessi máfur vildi endilega heilsa upp á okkur og þáði tvo snúðsbita. Hann hefði sjálfsagt þegið fleiri en ég var ekki alveg viss hvernig hveiti, sykur og smjör færi í máfa svo ég setti punktinn þarna!

Á síkinu í kringum kastalann synti andamamma með heila tíu unga.

Horft frá höllinni yfir í bæinn Mariefred.

Generalprufan tók um tvo tíma og María stóð sig víst með miklum sóma og fékk mikið hrós frá viðstöddum sem ætluðu varla að trúa að hún hefði skrifað megnið af textanum sjálf og að enska væri ekki eitt af hennar móðurmálum. Eftir æfinguna tók við Youth Advisory Board fundur hjá Maríu auk þess sem hún vildi frekar eyða deginum í félagsskap dómnefndarbarnanna sem koma víðsvegar að úr heiminum en okkur fjölskyldunni! Við Einar og strákarnir eyddum því næstu tímum á rölti um Mariefred sem er ákaflega sætur bær sem við viljum gjarnan heimsækja sem fyrst aftur án þess að vera í stresskasti yfir ræðuhöldum einkadótturinnar!

Dagurinn leið hratt og fljótlega var kominn tími til að hjálpa Maríu að skipta um föt, bursta hár og gera sig klára fyrir athöfnina. Hér er hún tilbúin með ræðuna sína í hönd.

         

Hún var meira spennt en stressuð - enda engin venjulegur töffari hér á ferð!

Þegar María var lögð af stað í höllina ásamt öðrum sem tóku þátt í athöfninni var kominn tími fyrir mig að klæða mig og halda svo í höllina. Þar hafði ég fengið sæti í hliðarsal þar sem ég gat, ásamt fjölda annarra, fylgst með athöfninni af risaskjá. Það er engin önnur en Silvía drottning sem er verndari samtakanna og hún tekur þátt í athöfninni á hverju ári. Þar sem henni seinkaði eilítið gafst tækifæri til að dást að útsýninu út um hallargluggana.

En svo mætti hún og byrjaði á að heilsa á okkur í hliðarsalnum og þar fengum við einkasýningu á upphafsatrið athafnarinnar sem hópur stelpna frá Suður-Afríku stóð fyrir. Hér er ein úr hópnum að bjóða Silvíu velkomna ...

... og svo fluttu þær atriðið sitt sem mér fannst svo frábært að ég þurfti ítrekað að kyngja kekkinum sem ég var með í hálsinum og laumast til að þurrka tár.

Silvía virtist líka kunna að meta þetta. Eftir að atriðinu var lokið héldu bæði drottningin og suður-afrísku stelpurnar í aðalsalinn þar sem atriðið var endurflutt fyrir þá sem þar sátu og athöfnin hófst formlega.

Ég veit ekki hvort þið trúið því en þrátt fyrir alla skipulagninguna tókst mér að fara í þessa merkilegu ferð með nánast tómt batterí í myndavélinni. Ég var búin að reyna að spara myndatökurnar eins og ég gat um morguninn (tók eiginlega engar aðrar myndir en þær sem þið sjáið hér á meðan að í venjulegum albúmum er ég sjálfsagt að birta svona einn fimmta allra mynda sem ég hef tekið!) til að geta tekið mynd af Maríu á skjánum og helst ræðuna upp á vídeó. Ég náði einni mynd en eftir það neitaði vélin öllu frekara samstarfi og var dauð það sem eftir var dags svo ég á engar fleiri myndir af athöfninni né dinnernum sem okkur var boðið í eftir á eða global discoinu sem María fór á með hinum krökkunum. En María stóð sig frábærlega!!! Við erum svo ótrúlega stolt af henni!!! Ég á í fórum mínum klippta útgáfu af ræðunni á dvd disk sem ég þarf endilega að reyna að finna út hvernig ég get komið á netið en þangað til verð ég að láta mér nægja að birta ræðuna skriflega. María skirfaði þennan texta alveg sjálf fyrir utan að framkvæmdastjóri samtakanna vildi að hún lýsti aðeins betur starfinu í skólanum og bætti sjálfur við þann hluta textans en seinni hluti ræðurnnar er algjörlega frá henni kominn fyrir utan tölfræðina þarna í lokin:

My name is María Einardottir and I´m twelve years old.

It is a great honor for me to represent the millions of children around the world who care about OUR The World’s Children’s Prize.

I´ve been working with the World’s Children’s Prize every year since I was six years old. I know that I then was under aged, but at our school all the young children are so curious of the World’s Children’s Prize program that they hear and see so much about from the enthusiastic older children. So step by step also those under 10 years of age get involved.

Every year- at the day of the first World´s Children’s Press Conference - I and everybody in my school start working with the World´s Children´s Prize and The Globe magazine. We are so curious to read the new magazine, about the nominees and the children taking part all over the world. We talk about what we have read, and write texts like diary posts, articles or fact texts based on what we have learned.

We work with the theme World´s Children’s Prize for about two months, and then we have our Global Vote! We travel on simulated trips to the countries of the prize candidates while we work with the prize in all subjects. We just love those trips and we often feel sad when we have to take the plane home again!

Welcome to fly with us!
(Hér voru sýndar myndir úr skólastofunni hennar Maríu þar sem þau fóru í sýndarferðalag um heiminn til að heimsækja alla verðlaunahafana þrjá og fræðast um land og þjóð. Það er hægt að skoða þessar myndir hér.)

Working with the Prize program and The Globe magazine has had a huge effect on me and how I think of the world. It gains my perspective, makes me see the world from another angle sometimes.

Reading all the life-stories from other children around the world and what they have been through, has made me really realize how incredibly lucky I am, having my life, and that all my rights are respected by people around me, adults and kids.  That I shouldn´t take all of this for given.

For example – in my class we were watching an interview with people buying mobile phones. The reporter told them about the working conditions for people making the phones. One man said: ”That´s their problem that they are poor and working with unfair salaries, not mine.” It made me so frustrated; he was a grown up man, and was still acting so immature and cold. To just ignore the problems because they felt uncomfortable, and hard. How would the world work if everybody thought like that?

When I grow up I want to make a change in the world, not just look the other way. Because I know from the stories of the nominees, that one person can make a change in the world.  

To vote in the global vote is a great experience. Everybody is exited for the Global Vote Day and have their own opinion on who to vote for. Putting that ballot in the ballot box kind of feels like taking a first step towards that change already.

The highest turnout of voters in a Global Vote is so far 7.1 million children. The funding decides how many children who can take part.


This year Two million, four hundred and sixty four thousand children  voted!