María fimm ára

Loksins rann dagurinn upp, dagurinn sem María var búin að bíða svo lengi eftir! Þann 23. apríl fyllti hún fyrsta hálfa tuginn og var því fagnað daglangt á Bárugötunni.

Afmælismorgunn

Afmælisstelpan að morgni afmælisdagsins. Tilbúin í pakka og heitt kakó.

  

Upp úr fyrsta pakkanum kom þetta fína ísbúðardót og úr þeim næsta þessi glæsilegi baðsloppur á dúkkuna Míu Maríu. Hvort tveggja samkvæmt ósk Maríu sem hafði haft augastað á þessu dóti í nokkurn tíma!

María var svo heppin að hafa verið búin að fá pakka frá Bjarti frænda og foreldrum hans sem einnig beið á „pakkahlaðborðinu“. Upp úr honum komu þessir flottu Stuðboltastelpulímmiðar og sokkabuxur sem slógu alveg í gegn. Bjartur var rausnarlegur og kom líka með gjöf í afmælið, skartgripaskrín með spiladós. Það er engum blöðum um það að fletta að það var vinsælasta gjöfin í ár! María er búin að trekkja spiladósinu upp einum þrjúhundruð sjötíu og átta sinnum síðast liðna tvo daga og vill helst sofna út frá spileríinu!!!

Mamma og pabbi gáfu líka þennan fína hoppikastala og litla barbístelpu. Sú átti augljóslega einnig afmæli og vakti það talsverða lukku.

María teygir úr sér hress og kát að morgni afmælisdagsins. Hún lét sig ekki muna um að vakna klukkan 5:30 á þessum góða degi og vildi þá helst drífa aðra fjölskyldumeðlimi af stað. Þeir harðneituðu hins vegar að láta draga sig á lappir og neyddist afmælisbarnið því til að blunda aðeins lengur. Klukkan hálf níu lét hún hins vegar til skarar skríða á ný og tókst þá ætlunarverk sitt!

Afmælisbróðirinn var hins vegar enn voða þreyttur ...

... og afmælispabbinn líka! Afmælismamman var svo þreytt að hún þótti ekki einu sinni myndahæf!!!

Systkinin farin að leika sér saman að morgni afmælisdagsins.

Sjáðu mamma! Hugi er töff ... og fyndinn!!!

„Hún á afmæli ... alveg eins og ég“ sagði Hugi. Smá misskilningur á ferðinni!

 

Afmælisveisla

Klukkan þrjú fylltist svo húsið af góðum gestum, gjöfum og enn meiri gleði.

Enn eina ferðina bakaði Jódís frænka hreint út sagt stórfenglega afmælisköku. Að ósk Maríu var kakan í formi sundlaugar þetta árið og ofan í henni svömluðu þrír kátir krakkar og léku sér með bolta!

Ekki var örygginu ábótavant ... allir með armkúta! Og bláa froðukremið var ótrúlega bragðgott!!!

Það var sannkölluð strandstemmning í lauginni, sólhlífar og pálmatré!

Þessi lét þreytuna líða úr sér í ylvolgu vatninu meðan hann sleikti sólina!

Allir sestir til borðs, búið að kveikja á kertunum og beðið í ofvæni eftir að afmælissöngurinn hljómi.

María bíður spennt meðan lagið er sungið ...

... dregur svo andann djúpt og blæs hraustlega á kertin fimm!

Allir fengu brot af sundlauginni á sinn disk! Matthildur, Ester og Bríet gæddu sér á veitingunum.

Harpa Kristín naut dyggrar aðstoðar móður sinnar við kökuátið. Frú Ragna var hins vegar óumdeilanlega best klædda mamma afmælisins í hvorki meira né minna en bæði gullpilsi og gullskóm!

Mæðgurnar Snædís, Sigrún og Matthildur sem felur sig á bak við blómvöndinn.

Sigrún og Bjartur gera úttekt á kanilsnúðunum.

Ölvir frændi segir einhverja skemmtilega sögu og feðgarnir Bjartur og Guðmundur hlusta andaktugir á!

Maðurinn með stállungun gnæfir yfir Einari sem hafði það hlutverk, líkt og endranær, að laga kaffi í mannskapinn!

Er þetta glas flott, eða er þetta glas ekki flott ... það er spurningin! Sigrún sæt með Krílus í fanginu.

Harpa Kristín að leika með krókódílana.

Hugi og Kristín Klara við veisluborðið.

Systurnar Sveinsdætur.

Mæðgurnar úr næsta húsi litu við. Freyju fannst gaman að fylgjast með öllum krökkunum og dótinu þó hún gæti lítið tekið þátt í gamaninu ... enda glerfín í silkiskyrtu!

María fékk fullt af fallegum blómum, eins og til dæmis þessar rósir ...

... sem voru allar í þessum fallega vendi frá Rögnu, Kela, Högnu Sól og Hörpu Kristínu.

Mamman gaf svo Maríu sinni þessar liljur.