Júnídagbók 

                                                     2011

 

Forsíđa

Um okkur

Mín síđa

Myndirnar okkar

Hafđu samband

Gestabókin okkar

 

Ţriđjudagurinn 21. júní 2011

Sumarlistinn

Tína jarđaber - og búa til jarđaberjaís og jarđaberjasaft međ vanillu.

Synda í sjónum. Hér í kring er bara hćgt ađ synda í vötnum svo ţađ er nauđsynlegt ađ plana dagsferđ í skerjagarđinn.

Lesa skáldsögu í hengistólnum undir eplatrénu. Mörg tjekk búin, mörg eftir!

Sofa úti, helst á almennilegri dýnu og međ sćng og kodda. Best!

Standa undir regnhlíf í hellidembu.

Fara á loppisa og leita ađ löngu gleymdum fjársjóđum.

Senda póstkort til góđs fólks.

Prófa ađ baka makkarónur í öllum regnbogans litum.

Sitja úti á palli í nćtursvalanum, horfa á flöktandi kertaljós og sötra hvítvín. Láta mýiđ ekkert á sig fá.

Skrifa ritgerđ - af ţví ađ ţađ er í alvöru ótrúlega skemmtilegt og spennandi.

Fara í lautarferđir međ kaffi á brúsa og dagsgamla og pínu ţurra kanelsnúđa í boxi.

Vakna snemma bara til ţess ađ geta notiđ ţess ađ grípa bók og lesa nokkrar línur áđur en mađur dettur út af aftur.

Drekka mikiđ límónađi.

Taka langa göngutúra um Vänge-sveitirnar, hlusta á malarvegina braka undir fótunum og tína villta blómvendi.

Reyna stundum ađ vanda mig ţegar ég tek myndir, prófa fleiri stillingar á vélinni og vera svo eins og vanalega alltaf langt á eftir međ myndaalbúmin mín!

Dýrđardagur í Jälla

Baldur Tumi og blómin

Nokkrar maímyndir

 

Forsíđa     Um okkur     Mín síđa     Myndirnar okkar     Hafđu samband     Gestabókin okkar