Júlídagbók 

                                                                                        2012

                   

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

Laugardagurinn 28. júlí 2012

On the road again

Klukkan er 16:47 og við sitjum akkúrat núna í bílnum og brunum á 120 kílómetra hraða einhvers staðar rétt sunnan við Jönköping. Við erum búin að vera á ferðalagi síðan hálfellefu í morgun og eigum enn góðan spöl eftir. Við ætlum nefnilega eins langt í suður og hægt er að komast í Svíþjóð, til Skanör á Skáni og eyða viku í orlofsíbúð sænska læknafélagsins þar. Jeij! Þrátt fyrir allar bílferðirnar síðasta sumar erum við kát og glöð, meira en tilbúin í nýtt ferðalag með öllu sem felst í því að sitja í bíl í tíu klukkustundir eða svo! Tímanum hingað til hef ég varið í að ljúka við að setja inn fullt af myndum sem hafa beðið allt of lengi. Það er nefnilega alveg hægt að vera í tölvunni í bíl án þess að verða bílveikur svo framarlega sem maður er bara að keyra beint á hraðbrautinni. Jeij aftur!

Alls konar í júní

Sumargestir

Sull, sól og Stokkhólmur

Áætlun lending í Skanör er eftir þrjá tíma eða svo og nú er batteríið eiginlega alveg búið í tölvunni. Ætli ég neyðist ekki bara til að fara að skoða nýja Iphoneinn minn eða eitthvað. Jibbíjeij!!!

 

Forsíða     Um okkur     Mín síða     Myndirnar okkar     Hafðu samband     Gestabókin okkar