Júlídagbók 

                                              2011

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

Mánudagurinn 18. júlí 2011

Paradísarheimt

Eftir æsilegt ferðalag á vesturströndina og til Smálandanna erum við fjölskyldan nú loks komin aftur heim á okkar elskaða Konsulentveg. Hér minnir allt á aldingarðinn Eden. Börnin hlaupa um garðinn og tína upp í sig rifsber og hindber, greinar epla- og plómutrjánna svigna undan hálfþroskuðum ávöxtum, kartöflurnar, laukurinn og gulræturnar hafa fullþroskast í beðunum meðan við vorum í burtu og á tröppunum angar lavander í blóma. Og hér heima hjá okkur er allt svo fallegt, svo stórt og svo ilmandi! Þetta get ég fullyrt þar sem við eyddum 11 dögum í eins eða tveggja herbergja íbúðum sem lyktuðu stundum ekkert allt of vel! En meira um það seinna og þá á formi myndaalbúms! Þangað til eru hér þrjú júníalbúm sem þurfa að komast að:

Ljúfa líf

Enn fleiri ömmudagar

Ferð til Falun

Heima er best!

 

Sunnudagurinn 3. júlí 2011

Enn eitt albúmið

... nú með myndum frá tveggja ára afmælisdegi sjarmörsins, lífskúnstnersins og athafnamannsins Baldurs Tuma!

Baldur Tumi tveggja ára

Bráðum júnímyndir og vonandi gefst líka tækifæri til að skrifa eitthvað inn á milli þessara stöðugu myndaalbúma.

 

Forsíða     Um okkur     Mín síða     Myndirnar okkar     Hafðu samband     Gestabókin okkar