Júlídagbók 2010 

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

18. júlí 2010

Allt nýtt

Okkar síða þurfti nauðsynlega á smá andlitslyftingu að halda. Ekki það að ég er svo sem nýbúin að setja nýtt útlit á hana en ég var aldrei neitt sérstaklega ánægð með blúndurnar, rósirnar og blómálfana og er himinlifandi að vera búin að skipta þeim út fyrir strandþema með skeljum, tærum sjó og litlum fiskum! Hér á Konsulentvägen hefur verið steikjandi hiti í margar vikur og hvað er þá betra en flýja niður að strönd þótt ekki sé nema í huganum, finna sandinn milli tánna og sökkva sér í svalan sjóinn!

Ekki nóg með það heldur er ég búin að setja inn nýtt risastórt myndaalbúm. Myndaalbúm frá sumarfríinu okkar á Gotlandi, uppfullt af strandþema, tærum sjó og sandi á milli tánna:

Sumarfrí á Gotlandi

Einhvern veginn finn ég alveg á mér að ég verð ótrúlega dugleg að uppfæra síðuna núna þegar litlu fiskarnir mínir taka á móti mér í hvert sinn sem ég kem hingað inn ... og kannski líka af því að ég á að vera dugleg að skrifa ritgerð! Ég er líka alveg viss um að þið verðið ótrúlega dugleg að skrifa skemmtileg komment!

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar