Júlídagbók 2009     

 

 

Forsíða

Um okkur

Mín síða

Myndirnar okkar

Hafðu samband

Gestabókin okkar

 

26. júlí 2009

Í dag eigum við þriggja ára Svíþjóðarafmæli! Í tilefni þess er vel við hæfi að birta mynd júlímánaðar:

Það er svolítið skemmtilegt að skoða hve ólíku hlutverki vatn gegnir á myndinni. Öðru meginn við grindverkið er regn í aðsigi og heimilisfólk keppist við að ná heyinu inn. Hinum meginn virðist ekki mega bíða mínútunni lengur og grænmetisgarðurinn er vökvaður rösklega.

Hér á Konsulentvägen er himinn þungbúinn og ólíklegt að við þurfum að fara út í dag til að vökva tómataplönturnar okkar. Í staðinn notum við kannski tímann í að fagna árunum þremur yfir kanelbulla, kaffi og kaldri mjólk ... nema Lilli sem fagnar í staðinn tveggja mánaða afmæli sínu sem er á morgun með volgri mjólk!

 

20. júlí 2009

Sagan af Lilla

Hugi hefur tekið að sér að setja fæðingu litla bróður í sögulegt samhengi:

Guð uppfann heiminn og first kom risaeðlutímin og svo kom gamladaga og loxins kom manheimurin. Mörkum árum síðar fædist Einar Þór, svo kom Gvuðrún Lára Pétursdótir og kom María og ég. En svo síðastur av öllum var Lilli og við funtum ekert namn á hann. Svo pisaði og kokaði, öskraði 14 sinum á dag, drak 12 sinum á dag. Han er bara alveg æstur og þæilegur ... (Greinamerkjasetning mín).

Þar hafið þið það! Ef ykkur langar að fræðast enn meira um Lilla, fjölskyldu hans og tilveru frá degi til dags bendum við á glænýtt myndaalbúm:

Litli ljúfi og stóru sniðugu

Ég myndi annars segja að þetta væri nokkuð æst og þægileg tilvera!

 

9. júlí 2009

Ég sé að gátan hér að neðan hefur reynst öllum nema tveimur lesendum mínum ofviða. Það upplýsist því hér með að fyrri fullyrðingin er sönn en sú síðari ósönn. Lífið hefur þó langt í frá verið alslæmt í hitabylgjunni eins og þetta glænýja myndaalbúm ber vott um:

Hitabylgja

Júlímyndir koma von bráðar!

 

3. júlí 2009

S eða Ó

Hvor jafnan hér að neðan er sönn og hvor er ósönn?

Hitabylgja + svaladrykkur + buslulaug + krassandi glæpasaga = Frábært

Hitabylgja + ungabarn + brjóstagjafavandamál + moskítófaraldur = Frábært

 

Forsíða      Um okkur      Mín síða      Myndirnar okkar      Hafðu samband      Gestabókin okkar