Jól og áramót 2008

Við Konsulentarnir héldum til Íslands þann 21. desember og fórum ekki heim aftur fyrr en 2. janúar. Við náðum því að halda bæði jól og áramót á Íslandi, í góðu yfirlæti hjá ömmu á Bakkastöðum.

Aðfangadagur

Systkinin komin í jólafötin og bíða spennt eftir að klukkan slái sex.

María horfir dreymin á tréð og pakkana meðan amma leggur lokahönd á hamborgarhrygginn.

         

Jólabörnin mín! Finnst ykkur þau ekki orðin stór?!

Elli og Ása héldu jólin á Flórída en þeirra var auðvitað sárt saknað á Bakkastöðum þetta kvöld. Þrátt fyrir það fannst okkur nú ekkert átakanlega fámennt við jólaborðið enda félagsskapurinn góður og hamborgarhryggurinn sömuleiðis.

Hugi fékk möndluna þetta árið og þessa skemmtilegu hrekkjavökspólu í möndlugjöf.

Maður verður saddur af svona góðum mat og miklum graut!

María lesa á pakkana og gerir gæsalappir í loftinu!

Sumar gjafirnar voru svo sætar að þær voru næstum ætar.

Úr sætu gjöfinni kom þessi fíni kíkir frá Ella og Ásu.

Hugi fékk Star Wars kartöflukarl frá langömmu sem sló í gegn.

María fékk líka margar góðar gjafir, þar á meðal þessa fínu myndavél, bangsaverksmiðju og púða.

 

Jóladagur

Jóladagur var bjartur og fallegur og útsýnið á Bakkastöðum stórkostlegt.

Ölvir kjálkabrotni og Kári spjalla við Pálu.

Við mæðgurnar bíðum spenntar eftir hangikjötinu. Ég lít út fyrir að vera með í meira lagi undarlegan höfuðbúnað!

Gísli, Númi kærasti Gunndísar, Gunndís og Steini.

Við gáfum Huga tölvuspil í jólagjöf. Hann leit hins vegar ekki við því á aðfangadagskvöld og ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann hefði engan áhuga á þessari fínu gjöf. Á jóladag kveikti hann hins vegar á spilinu eftir smá sýnikennslu og sat sem límdur við. Og þá fór ég náttúrulega bara að hafa áhyggjur af því að hann hefði allt of mikinn áhuga á því! Nú tveimur vikum síðar teljum við hins vegar að góður millivegur hafi fundist!

 

Annar í jólum

Á öðrum degi jóla fórum við venju samkvæmt í jólaboð til afa Bíbí og Gittu ömmu. Frænkurnar María og Svanhildur Margrét fengu sér kjúkling og ýmislegt annað góðgæti og sátu prúðar til borðs. Ég fæ alltaf sting í hjartað þegar ég sé hvað Svanhildur Margrét stækkar mikið og þroskast milli þess sem ég hitti hana.

Hugi nagar bein.

Frændurnir Pétur og Tryggvi Geir komu sér vel fyrir í sófahorninu.

Solla íbyggin á svip.

Magga ... sem áreiðanlega væri kölluð Maggan ef hún byggi í Svíþjóð! Gælunafnahefðir Svía eru efni í heilan pistil út af fyrir sig!

Pabbi.

Þórunn, Guðrún og Gitta hlæja sig úr fókus!

Steini milli systra.

 

Gamlárskvöld

Þar sem Elli og Ása voru enn fjarri góðu gamni (nú í New York) fengum við Önnu Björgu lánaða til að eyða á gamlárskvöldi með okkur. Hér eru þær mamma að byrja að gæða sér á bestu máltíð ársins!

Eftir kalkúninn léku frænkurnar sér aðeins með myndavélina hennar Maríu ...

... en Hugi sofnaði óvænt í fanginu á mömmu sinni.

Svo tóku frænkurnar í spil ...

... amman leysti myndagátu ...

... en Hugi svaf áfram þrátt fyrir að hafa verið fluttur yfir í sófann.

Mamman fylgdist með fréttaannálum ...

... pabbinn útbjó skotpall fyrir einu ragettu heimilisins ...

... og enn svaf Hugi!

  

Hann var þó vakinn fyrir skaupið og um miðnættið var hann orðinn allra manna hressastur og kominn út að brenna stjörnuljós með systur sinni (sem var heldur smeyk).

Hitt systkinapar kvöldsins.

Nýtt ár alveg að ganga í garð og sprengingarnar að nálgast hámark!

Amman með ömmukrílin á síðustu mínútum nýs árs.

Gleðilegt nýtt ár!!!